Árásarmaðurinn í London nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 17:46 Lögregla athafnar sig við Finsbury Park í dag. Vísir/AFP Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í Cardiff í Wales. Osborne er talinn vera árásarmaðurinn sem keyrði sendiferðabíl á hóp múslima er þeir yfirgáfu moskuna við Finsbury Park í London að lokinni bænastund í gærkvöldi. Osborne er sagður hafa keyrt á fólkið þar sem það hópaðist saman til að hlúa að manni sem hneig niður fyrir utan moskuna. Árásarmaðurinn var fyrst handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps en síðar á grundvelli hryðjuverkabrota. Breska lögreglan vinnur nú að húsleit á heimili í grennd við Cardiff en maðurinn hafði ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þá er hann talinn hafa verið einn að verki.Lögregla við húsleit í Cardiff í dag.Vísir/AFPOsborne ólst upp í Weston-super-Mare í grennd við ensku borgina Bristol. Hann er jafnframt fjögurra barna faðir. Osborne er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslima og sagðist vilja drepa þá er hann ók á fólkið við moskuna í gærkvöldi. Lögreglustjórinn í London, Cressida Dick, sagði árásina „mjög greinilega árás á múslima,“ og að nú mætti búast við aukinni öryggisgæslu á svæðinu, „sérstaklega í kringum trúarlegar stofnanir.“ Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í Bretlandi á þremur mánuðum en Theresa May, forsætisráðherra, sagði árásina „á allan hátt jafn sjúklega“ og hinar árásirnar þrjár. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni en einn lést og tíu slösuðust í árásinni. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í Cardiff í Wales. Osborne er talinn vera árásarmaðurinn sem keyrði sendiferðabíl á hóp múslima er þeir yfirgáfu moskuna við Finsbury Park í London að lokinni bænastund í gærkvöldi. Osborne er sagður hafa keyrt á fólkið þar sem það hópaðist saman til að hlúa að manni sem hneig niður fyrir utan moskuna. Árásarmaðurinn var fyrst handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps en síðar á grundvelli hryðjuverkabrota. Breska lögreglan vinnur nú að húsleit á heimili í grennd við Cardiff en maðurinn hafði ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þá er hann talinn hafa verið einn að verki.Lögregla við húsleit í Cardiff í dag.Vísir/AFPOsborne ólst upp í Weston-super-Mare í grennd við ensku borgina Bristol. Hann er jafnframt fjögurra barna faðir. Osborne er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslima og sagðist vilja drepa þá er hann ók á fólkið við moskuna í gærkvöldi. Lögreglustjórinn í London, Cressida Dick, sagði árásina „mjög greinilega árás á múslima,“ og að nú mætti búast við aukinni öryggisgæslu á svæðinu, „sérstaklega í kringum trúarlegar stofnanir.“ Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í Bretlandi á þremur mánuðum en Theresa May, forsætisráðherra, sagði árásina „á allan hátt jafn sjúklega“ og hinar árásirnar þrjár. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni en einn lést og tíu slösuðust í árásinni.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08
Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57
Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13