Keyrt á hóp fólks í London Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2017 01:30 Frá vettvangi atviksins. Vísir/AFP Keyrt var inn í hóp af fólki í London nú í kvöld. Einn hefur verið handtekinn og segja vitni að hann hafi verið hvítur á hörund. Lögreglan segir atvikið vera mjög alvarlegt. Múslimaráð Bretlands segir að ekið hafi verið á biðjendur þegar þeir yfirgáfu mosku eftir bænir í norðausturhluta London. Vitni segja fjölda fólks hafa legið í götunni eftir að bílnum var ekið inn í hóp fólks. Lögreglan segir of snemmt að segja hvort að um hryðjuverk sé að ræða. Myndir af vettvangi gefa í skyn að einhverjir séu mjög alvarlega slasaðir, samkvæmt Sky News. CNN ræddi við íbúa á svæðinu sem segist hafa séð fólk framkvæma endurlífgunartilraunir á fólki sem varð fyrir bílnum. Auk þess sem hefur verið handtekinn segja vitni að tveir aðrir menn hafi verið í bílnum og að þeir hafi hlaupið á brott. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Sá sem var handtekinn mun hafa verið stöðvaður og handsamaður af fólki á götunni eftir atvikið.BREAKING: We have been informed that a van has run over worshippers as they left #FinsburyPark Mosque. Our prayers are with the victims. https://t.co/FSE5m3bFpo— MCB (@MuslimCouncil) June 19, 2017 Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu, en lögreglan í London hefur sent fjölda lögregluþjóna á vettvang. Sjónarvottar segja minnst tíu hafa slasast, en yfirvöld hafa ekki gefið út staðfestar tölur. Þann þriðja júní létu átta lífið og 50 særðust þegar þrír menn keyrðu á fólk á London brúnni og stungu fólk á nærliggjandi veitingastöðum. Þá Keyrði maður á fólk á Westminster brúnni þann 22. mars. Fimm létu lífið. Þar að auki létu 22 lífið þann 22. maí þegar maður sprengdi sig í loft upp á tónleikum í Manchester. Sjá má beina útsendingu Sky News hér að neðan. We have a number of ambulance crews & specialist teams on scene at the incident on #SevenSisters Road #FinsburyPark https://t.co/oL75V7ZUWD pic.twitter.com/4SHEhzx3tr— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) June 19, 2017 Pro-#ISIS Telegram Channels Use Reported Van Attack Outside #Finsbury Mosque to Incite Muslims https://t.co/0VAuvGVd2A— SITE Intel Group (@siteintelgroup) June 19, 2017 Eyewitness tells @jamesrbuk man drove van at pedestrians outside London mosque, then shouted “Kill me, kill me, I want to kill all Muslims” pic.twitter.com/gSgTX05aSQ— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) June 19, 2017 Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Keyrt var inn í hóp af fólki í London nú í kvöld. Einn hefur verið handtekinn og segja vitni að hann hafi verið hvítur á hörund. Lögreglan segir atvikið vera mjög alvarlegt. Múslimaráð Bretlands segir að ekið hafi verið á biðjendur þegar þeir yfirgáfu mosku eftir bænir í norðausturhluta London. Vitni segja fjölda fólks hafa legið í götunni eftir að bílnum var ekið inn í hóp fólks. Lögreglan segir of snemmt að segja hvort að um hryðjuverk sé að ræða. Myndir af vettvangi gefa í skyn að einhverjir séu mjög alvarlega slasaðir, samkvæmt Sky News. CNN ræddi við íbúa á svæðinu sem segist hafa séð fólk framkvæma endurlífgunartilraunir á fólki sem varð fyrir bílnum. Auk þess sem hefur verið handtekinn segja vitni að tveir aðrir menn hafi verið í bílnum og að þeir hafi hlaupið á brott. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Sá sem var handtekinn mun hafa verið stöðvaður og handsamaður af fólki á götunni eftir atvikið.BREAKING: We have been informed that a van has run over worshippers as they left #FinsburyPark Mosque. Our prayers are with the victims. https://t.co/FSE5m3bFpo— MCB (@MuslimCouncil) June 19, 2017 Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu, en lögreglan í London hefur sent fjölda lögregluþjóna á vettvang. Sjónarvottar segja minnst tíu hafa slasast, en yfirvöld hafa ekki gefið út staðfestar tölur. Þann þriðja júní létu átta lífið og 50 særðust þegar þrír menn keyrðu á fólk á London brúnni og stungu fólk á nærliggjandi veitingastöðum. Þá Keyrði maður á fólk á Westminster brúnni þann 22. mars. Fimm létu lífið. Þar að auki létu 22 lífið þann 22. maí þegar maður sprengdi sig í loft upp á tónleikum í Manchester. Sjá má beina útsendingu Sky News hér að neðan. We have a number of ambulance crews & specialist teams on scene at the incident on #SevenSisters Road #FinsburyPark https://t.co/oL75V7ZUWD pic.twitter.com/4SHEhzx3tr— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) June 19, 2017 Pro-#ISIS Telegram Channels Use Reported Van Attack Outside #Finsbury Mosque to Incite Muslims https://t.co/0VAuvGVd2A— SITE Intel Group (@siteintelgroup) June 19, 2017 Eyewitness tells @jamesrbuk man drove van at pedestrians outside London mosque, then shouted “Kill me, kill me, I want to kill all Muslims” pic.twitter.com/gSgTX05aSQ— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) June 19, 2017
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira