Lögreglan segir of snemmt að segja hvort að um hryðjuverk sé að ræða.
Myndir af vettvangi gefa í skyn að einhverjir séu mjög alvarlega slasaðir, samkvæmt Sky News. CNN ræddi við íbúa á svæðinu sem segist hafa séð fólk framkvæma endurlífgunartilraunir á fólki sem varð fyrir bílnum.
Auk þess sem hefur verið handtekinn segja vitni að tveir aðrir menn hafi verið í bílnum og að þeir hafi hlaupið á brott. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Sá sem var handtekinn mun hafa verið stöðvaður og handsamaður af fólki á götunni eftir atvikið.
BREAKING: We have been informed that a van has run over worshippers as they left #FinsburyPark Mosque. Our prayers are with the victims. https://t.co/FSE5m3bFpo
— MCB (@MuslimCouncil) June 19, 2017
Þann þriðja júní létu átta lífið og 50 særðust þegar þrír menn keyrðu á fólk á London brúnni og stungu fólk á nærliggjandi veitingastöðum. Þá Keyrði maður á fólk á Westminster brúnni þann 22. mars. Fimm létu lífið. Þar að auki létu 22 lífið þann 22. maí þegar maður sprengdi sig í loft upp á tónleikum í Manchester.
Sjá má beina útsendingu Sky News hér að neðan.
We have a number of ambulance crews & specialist teams on scene at the incident on #SevenSisters Road #FinsburyPark https://t.co/oL75V7ZUWD pic.twitter.com/4SHEhzx3tr
— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) June 19, 2017
Pro-#ISIS Telegram Channels Use Reported Van Attack Outside #Finsbury Mosque to Incite Muslims https://t.co/0VAuvGVd2A
— SITE Intel Group (@siteintelgroup) June 19, 2017
Eyewitness tells @jamesrbuk man drove van at pedestrians outside London mosque, then shouted “Kill me, kill me, I want to kill all Muslims” pic.twitter.com/gSgTX05aSQ
— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) June 19, 2017