MeToo

Vill jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina
Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, tilkynnti í dag að hann vilji aðstoða þolendur kynferðisofbeldis við að losna undan trúnaðarsamningum við gerendur. Hann segist vilja jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina.

Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum
Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot.

Leggja til sérstakan saksóknara kynferðisbrota og að bætur verði dregnar frá launum
Aktívistahópurinn Öfgar leggur til að komið verði á fót embætti sérstaks saksóknara í kynferðisbrotamálum hér á landi. Gagnger endurskoðun þurfi að fara fram á dómskerfinu, rífa það upp með rótum og byggja það upp að nýju.

Samtalið um óviðeigandi hegðun þarf líka að fara fram í stjórnarherberginu
Eru verklagsreglur gegn kynferðisofbeldi of máttlitlar ef gerendur teljast valdamiklir menn?

Jóni Má vikið úr Une misère vegna ásakana
Jóni Má Ásbjörnssyni, söngvara Une misère, hefur verið vikið úr hljómsveitinni í ljósi ásakana á hendur honum.

Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf
Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017.

Allir sem kjósa að þegja eru partur af vandamálinu
Sú hegðun sem sjá má í norsku Exitþáttunum viðgengst líka á Íslandi. Ætla má að valdamiklir gerendur séu fleiri en þeir sem eru meintir gerendur í máli Vítalíu Lazareva.

Búið að segja Jóni Má upp á X-inu
Jóni Má Ásbjörnssyni hefur verið sagt upp störfum á X-inu en hann hefur stýrt útvarpsþættinum Séra Jón um nokkurt skeið.

Formaður FKA neitar að stíga frá borði
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot.

Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur?
Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu.

Andrés missir titla sína
Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar.

Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu
Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu.

„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“
Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag.

Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot
Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði.

Enn um afturköllun
Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn féllu af stalli fyrir skömmu í kjölfar frásagnar ungrar konu í hlaðvarpsþætti. Lýsingar á atvikum í heitum potti og á hótelherbergi í golfferð urðu til þess að fimmmenningarnir hafa misst spón úr aski sínum.

Réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað
Forsætisráðherra segir að réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá miklu samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað í málefnum um kynferðisofbeldi.

„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“
„Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“

Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot
Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður.

Karlmenn sem eiga erfitt með umræðuna
Reiðin sem blossaði upp innra með mér eftir fréttir fimmtudagsins er nátengd reiðinni sem ég fann fyrir jól eftir að hafa farið á bar með vinkonum mínum þar sem stór hópur karlmanna, um og yfir fimmtugt, var þegar staddur.

Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn
Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu.

Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar
Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið.

Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála Hreggviðs
Sigursteinn Másson kvikmyndagerðarmaður með meiru telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála sem snúa að Hreggviði Jónssyni. Þetta er vegna sama nafns á tveimur óskildum fyrirtækjum: Veritas ehf og Veritas Capital en hér er um tvennt ólíkt að ræða.

Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi
Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi.

„Það eru engin mannréttindi að vera í stjórnum fyrirtækja“
Bryndís Haraldsdóttir og Andrés Ingi Jónsson alþingismenn auk Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, voru í viðtali á Sprengisandi í morgun. Rætt var um afsagnir eða tímabundið leyfi nokkurra manna sem áttu sér stað í liðinni viku í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot.

Fimm villur
Manst þú Ísland fyrir ósiðaskiptin? Manst þú þegar byrjað var að segja óþægilega hluti hérna; gagnrýna forseta lýðveldisins, hafa ekki bara skoðanir á dómum heldur dómurum, stugga við biskupum? Þetta var svona uppúr því þegar Berlínarmúrinn féll. Ekki fyrr.

Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar
Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot.

Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi
Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan.

Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga
Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því.

Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær.

Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins
Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot.