Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2022 17:49 Haraldur Þorleifsson átti hugmyndina að Römpum upp Reykjavík. Vísir/Sigurjón Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. Slíkum samningum, sem eru einnig nefndir trúnaðarsamningar, er ætlað að koma í veg fyrir að þolendur slíkra brota greini frá þeim opinberlega. Haraldur tilkynnir þetta í færslu á Twitter-síðu sinni í dag og hvetur fólk í þeirri aðstöðu til að hafa samband við sig ef það hefur áhuga á að vita hvernig það geti losnað undan slíkum samningi. „Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn,“ skrifar Haraldur og bendir einstaklingum á að senda sér einkaskilaboð á Twitter. Hafðu samband (sendu DM) ef að þú ert með þöggunarsamning útaf kynferðisbroti og vilt vita hvernig þú losar þig úr honum.Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn.— Halli (@iamharaldur) January 19, 2022 Boðist til að greiða miskabætur Haraldur komst í fréttir í júlí síðastliðnum þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi krafið einstaklinga um vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá lýsti Haraldur því einnig yfir að hann ætlaði að greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun seinasta árs fyrir háar fjárhæðir. Athygli vakti þegar hann greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í Reykjavík og víðar á landinu. Hann fékk heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála. MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41 Býðst til að leggja inn á fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst láta gott af sér leiða um jólin og aðstoða barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. 24. desember 2021 00:52 Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Slíkum samningum, sem eru einnig nefndir trúnaðarsamningar, er ætlað að koma í veg fyrir að þolendur slíkra brota greini frá þeim opinberlega. Haraldur tilkynnir þetta í færslu á Twitter-síðu sinni í dag og hvetur fólk í þeirri aðstöðu til að hafa samband við sig ef það hefur áhuga á að vita hvernig það geti losnað undan slíkum samningi. „Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn,“ skrifar Haraldur og bendir einstaklingum á að senda sér einkaskilaboð á Twitter. Hafðu samband (sendu DM) ef að þú ert með þöggunarsamning útaf kynferðisbroti og vilt vita hvernig þú losar þig úr honum.Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn.— Halli (@iamharaldur) January 19, 2022 Boðist til að greiða miskabætur Haraldur komst í fréttir í júlí síðastliðnum þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi krafið einstaklinga um vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá lýsti Haraldur því einnig yfir að hann ætlaði að greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun seinasta árs fyrir háar fjárhæðir. Athygli vakti þegar hann greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í Reykjavík og víðar á landinu. Hann fékk heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála.
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41 Býðst til að leggja inn á fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst láta gott af sér leiða um jólin og aðstoða barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. 24. desember 2021 00:52 Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41
Býðst til að leggja inn á fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst láta gott af sér leiða um jólin og aðstoða barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. 24. desember 2021 00:52
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42