Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu og sagði að hann hefði tilkynnt Jóni Má um uppsögnina á fimmtudaginn. Sagði Þórhallur að Jón Már myndi strax hætta störfum.
Uppsögnin kemur í kjölfar ásakana á hendur Jóni Má um málefni tengd MeToo byltingunni. Auk þess að stýra Séra Jón er Jón Már söngvari í hljómsveitinni Une Misére.
Vísir er í eigu Sýnar hf.