Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2022 11:12 Festi á og rekur N1, Elko og Krónuna. Vísir/Egill Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. Þórður Már Jóhannesson sagði af sér sem stjórnarformaður Festi eftir að Vítalía steig fram í viðtali. Greindi hún frá meintu kynferðisofbeldi af hálfu þriggja manna í heitum potti í sumarbústaðaferð árið 2020. Þórður hafði áður verið bendlaður við málið en sagði ekki af sér fyrr en að Vítalía steig fram í viðtalinu. Í tilkynningu frá stjórn Festi til kauphallar segir að umrætt mál hafi verið litið alvarlegum augum af stjórninni þegar fyrstu fregnir af því bárust. Var það tekið til skoðunar innan stjórnarinnar í samræmi við lög, samþykktir og reglur félagsins. „Frá upphafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregðast við. Þegar málið varð opinbert með afgerandi hætti með áðurnefndu viðtali í byrjun janúar sagði fyrrverandi stjórnarformaður af sér,“ segir í tilkynningunni. Segja það skyldu félagsins að breytast með samfélaginu Þar segir einnig að nú sé ljóst að endurskoða þurfi starfsreglur stjórnar. „Að fenginni þessari reynslu er það mat stjórnar Festi að þörf sé á að endurskoða starfsreglur stjórnar. Markmið þeirrar endurskoðunnar er að bæta reglur og gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórnendur og starfsmenn félagsins og dótturfélaga sem verða lagðar til grundvallar við endurskoðun á starfsreglum stjórnar,“ segir enndremur Stefnt er að því að niðurstöður endurskoðunarinnar verði kynntar á aðalfundi félagsins, þann 22. mars næstkomandi. „Stjórn Festi fordæmir allt ofbeldi og telur mikilvægt að hlustað sé á þolendur. Það er skylda okkar að breytast með samfélaginu og í sameiningu eigum við að búa til öruggara umhverfi fyrir okkur öll.“ Kynferðisofbeldi Kauphöllin Samfélagsleg ábyrgð MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þórður Már Jóhannesson sagði af sér sem stjórnarformaður Festi eftir að Vítalía steig fram í viðtali. Greindi hún frá meintu kynferðisofbeldi af hálfu þriggja manna í heitum potti í sumarbústaðaferð árið 2020. Þórður hafði áður verið bendlaður við málið en sagði ekki af sér fyrr en að Vítalía steig fram í viðtalinu. Í tilkynningu frá stjórn Festi til kauphallar segir að umrætt mál hafi verið litið alvarlegum augum af stjórninni þegar fyrstu fregnir af því bárust. Var það tekið til skoðunar innan stjórnarinnar í samræmi við lög, samþykktir og reglur félagsins. „Frá upphafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregðast við. Þegar málið varð opinbert með afgerandi hætti með áðurnefndu viðtali í byrjun janúar sagði fyrrverandi stjórnarformaður af sér,“ segir í tilkynningunni. Segja það skyldu félagsins að breytast með samfélaginu Þar segir einnig að nú sé ljóst að endurskoða þurfi starfsreglur stjórnar. „Að fenginni þessari reynslu er það mat stjórnar Festi að þörf sé á að endurskoða starfsreglur stjórnar. Markmið þeirrar endurskoðunnar er að bæta reglur og gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórnendur og starfsmenn félagsins og dótturfélaga sem verða lagðar til grundvallar við endurskoðun á starfsreglum stjórnar,“ segir enndremur Stefnt er að því að niðurstöður endurskoðunarinnar verði kynntar á aðalfundi félagsins, þann 22. mars næstkomandi. „Stjórn Festi fordæmir allt ofbeldi og telur mikilvægt að hlustað sé á þolendur. Það er skylda okkar að breytast með samfélaginu og í sameiningu eigum við að búa til öruggara umhverfi fyrir okkur öll.“
Kynferðisofbeldi Kauphöllin Samfélagsleg ábyrgð MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59
Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40
Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16
Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06