Landbúnaður

Fréttamynd

Myndi leiða til hækkunar

Samkeppniseftirlitið telur að hugmyndir sláturleyfishafa um að standa saman að útflutningi kindakjöts séu til þess fallnar að raska samkeppni með afar alvarlegum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp

Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa.

Innlent
Fréttamynd

Hrikalega stór lömb í Djúpinu

Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. "Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum Um land allt. Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á þá með fimm efstu á hverju ári.

Innlent
Fréttamynd

Grasbændur ryðja sér til rúms

Íslenskur landbúnaður hefur um nokkurt skeið verið einskonar olnbogabarn annarra atvinnugreina, í það minnsta í opinberri umræðu. Riðuveiki, gjaldþrot í fiski- og minkarækt, auk framleiðislustyrkja og tollamúra hafa löngum reynst bændum erfið. Nú virðist sem þetta gæti breyst og ný aukagrein sé að ryðja sér til rúms.

Innlent