Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 13:00 Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum að gefa hestunum sínum hey úr rúllu. Fréttablaðið/Daníel Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira