
Norður-Kórea

Verstu þurrkar í Norður-Kóreu frá 2001
Mikill matarskortur blasir nú við íbúum Norður-Kóreu en verstu þurrkar frá árinu 2001 þjaka nú landið.

Bjóða nágrönnum sínum til viðræðna
Þetta er í fyrsta sinn sem ný ríkisstjórn Moon Jae-in stingur upp á viðræðum sem eiga að gerast seinna í vikunni. Stjórnvöld Norður-Kóreu hafa þó ekki svarað enn.

Hóta viðbrögðum gegn þvingunum
Yfirvöld Norður-Kóreu segjast ætla að grípa til aðgera samþykki Sameinuðu þjóðirnar að herða þvinganir gegn einræðisríkinu.

Eldflaugartilraunin ekki jafn vel heppnuð og Norður-Kóreumenn vilja vera láta
Suður-Kóreumenn segja að langdrægar eldflaugar nágranna sinna geti ekki komið kjarnorkuvopnum aftur inn í gufuhvolfið.

Nauðsynlegt að finna „málamiðlanir“
Angela Merkel segir milljónir manna vonast til þess að leiðtogar G20 ríkjanna hjálpi til við að leysa vandamál heimsins.

Flugu sprengjuflugvélum yfir Suður-Kínahaf
Flugher Bandaríkjanna segir tilganginn vera að ítreka að Suður-Kínahaf væri alþjóðlegt hafsvæði.

„Síðasta tækifæri“ Norður-Kóreu
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jea-in, segir viðræður við Norður-Kóreu aldrei hafa verið mikilvægari.

Kínverjar reita Donald Trump til reiði
Bandaríkjaforseti segir Kínverja auka viðskipti sín við Norður-Kóreu. Tölur um viðskipti sem Trump vísar til eru frá því áður en hann fundaði með forseta Kína í apríl.

Bandaríkjamenn hóta Norður-Kóreu hernaðaraðgerðum
Stjórnvöld í Washington-borg eru tilbúin að beita hernaðarmætti sínum gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna útlagaríkisins. Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld útilokuðu Rússar hernaðaraðgerðir gegn landinu.

Trump gagnrýnir viðskipti Kína og Norður-Kóreu
„Þar fór samstarfið með Kína, en við urðum að láta á það reyna.“

Kim Jon-un heitir því að halda áfram „gjafasendingum“ til Bandaríkjamanna
Ríkissjónvarpsstöð Norður Kóreu, KCNA, flutti fréttir af því í dag að leiðtoganum, Kim Jong un, þætti mikið til langdrægu eldflaugarinnar koma. Þá var eldflaugin sögð geta borið stóran kjarnaodd.

Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu
Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun.

Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð.

Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft
Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra.

Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg
Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn?

Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu
Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna.

Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist
Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð.

Skutu viðvörunarskotum að dróna sem flogið var yfir landamærin
Talið er að Norður-Kóreumenn hafi flogið dróna yfir hlutlausa beltið.

Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var.

Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu
Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra.

Nýr forseti segir miklar líkur á átökum
Moon Jea-in segir Suður-Kóreumenn verða að vera tilbúna til að svara fyrir sig.

THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu
Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með.


Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna.

Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft
Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi.

Norður-Kóreumenn segjast reiðubúnir til viðræðna
Norður-Kóreumenn segja að þeir séu opnir fyrir viðræðum við Bandaríkjamenn "undir réttum kringumstæðum.“

Fara fram á vægð varðandi þvinganir
Yfirvöld Norður-Kóreu biðja ríki um að fylgja ekki viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna.

CIA kemur á fót aðgerðastöð til að bregðast við Norður Kóreu
Segja þetta vera skýr skilaboð til Donald Trump.

Forkólfar í forsetaframboði vilja nánari samskipti við Norður-Kóreu
Suður-Kóreubúar ganga nú til forsetakosninga sem boðað var ti leftir að Park Geun-hye sagði af sér vegna spillingamála. Frambjóðandinn sem þykir sigurstranglegastur vill auka samskipti við Norður-Kóreu.

Saka CIA um tilræði gegn Kim Jong Un
Norður-Kóreumenn segjast hafa komið í veg fyrir tilræðið.