Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2017 23:55 Kim Jong-Un fylgdist með nýjasta tilraunaskoti Norður-Kóreu. Vísir/EPA Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir eldflaugaskot ríkisins í gær sýna fram á að gervöll Bandaríkin séu nú í færi þeirra. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, er haft eftir Kim að Bandaríkin séu ekki örugg, reyni þau að gera árás á einræðisríkið. Bæði Bandaríkin og Kína, helstu og einu bandamenn Norður-Kóreu, hafa gagnrýnt eldflaugaskotið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í dag að „með því að ógna heiminum“, væru þessi vopn og tilraunir eingöngu til þess fallnar að einangra Norður-Kóreu frekar, skaða efnahag ríkisins og koma niður á íbúum landsins. Hann sagði, samkvæmt frétt Reuters, að Bandaríkin myndu taka „öll nauðsynleg skref til að tryggja öryggi landsins og bandamanna þeirra á svæðinu“. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér tilkynningu þar sem tilraunaskot Norður-Kóreu eru sögð brjóta gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og gegn óskum alþjóðasamfélagsins. Þá hvatti ráðuneytið alla viðkomandi aðila til að sýna stillingu og koma í veg fyrir frekari spennu á svæðinu. Sérfræðingar segja nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu gefa í skyn að eldflaugar þeirra gæti verið skotið á Bandaríkin. Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með aðgerðarleysi yfirvalda þar gagnvart Norður-Kóreu. Forsetinn sagði að fyrri forsetar hefðu leyft Kína að hagnast um hundruð milljarða dala, en þrátt fyrir það gerðu Kínverjar ekkert í málum Norður-Kóreu. Þeir tali eingöngu. „Við munum ekki leyfa þessu að viðgangast. Kína gæti auðveldlega leyst þetta vandamál.“I am very disappointed in China. Our foolish past leaders have allowed them to make hundreds of billions of dollars a year in trade, yet...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 ...they do NOTHING for us with North Korea, just talk. We will no longer allow this to continue. China could easily solve this problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir eldflaugaskot ríkisins í gær sýna fram á að gervöll Bandaríkin séu nú í færi þeirra. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, er haft eftir Kim að Bandaríkin séu ekki örugg, reyni þau að gera árás á einræðisríkið. Bæði Bandaríkin og Kína, helstu og einu bandamenn Norður-Kóreu, hafa gagnrýnt eldflaugaskotið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í dag að „með því að ógna heiminum“, væru þessi vopn og tilraunir eingöngu til þess fallnar að einangra Norður-Kóreu frekar, skaða efnahag ríkisins og koma niður á íbúum landsins. Hann sagði, samkvæmt frétt Reuters, að Bandaríkin myndu taka „öll nauðsynleg skref til að tryggja öryggi landsins og bandamanna þeirra á svæðinu“. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér tilkynningu þar sem tilraunaskot Norður-Kóreu eru sögð brjóta gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og gegn óskum alþjóðasamfélagsins. Þá hvatti ráðuneytið alla viðkomandi aðila til að sýna stillingu og koma í veg fyrir frekari spennu á svæðinu. Sérfræðingar segja nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu gefa í skyn að eldflaugar þeirra gæti verið skotið á Bandaríkin. Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með aðgerðarleysi yfirvalda þar gagnvart Norður-Kóreu. Forsetinn sagði að fyrri forsetar hefðu leyft Kína að hagnast um hundruð milljarða dala, en þrátt fyrir það gerðu Kínverjar ekkert í málum Norður-Kóreu. Þeir tali eingöngu. „Við munum ekki leyfa þessu að viðgangast. Kína gæti auðveldlega leyst þetta vandamál.“I am very disappointed in China. Our foolish past leaders have allowed them to make hundreds of billions of dollars a year in trade, yet...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 ...they do NOTHING for us with North Korea, just talk. We will no longer allow this to continue. China could easily solve this problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06
Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30
Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09
Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57