
Ólympíuleikar

Tama City verður „heimavöllur“ Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.

Ólympíumeistari slapp ótrúlega vel en bíllinn hans er í klessu
Keníamaðurinn David Rudisha er heppinn að vera á lífi eftir að hafa komist í hann krappann í heimalandi sínu um helgina.

Nike ætlar ekki lengur að "refsa“ íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar
Bandaríski Ólympíumeistarinn Allyson Felix birti opinberlega bréf sem hún fékk frá íþróttavöruframleiðandanum Nike en þar kom fram að Nike hafi ákveðið að breyta öllum samningum sínum við íþróttakonur.

Þrettán ára Evrópumeistari setti nýtt met
Úkraínumaðurinn Oleksii Sereda varð í gær Evrópumeistari í dýfingum en um leið sló hann ellefu ára gamalt met Bretans Tom Daley.

Sagan á bak við fánann og Michael Jordan á verðlaunapalli ÓL í Barcelona 1992
Í gær voru liðin 27 ár síðan að Michael Jordan og félagar í bandaríska draumaliðinu urðu Ólympíumeistarar eftir 32 stiga sigur á Króatíu í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Barcelona.

Missti Ólympíugullið sitt sjö árum eftir að hann fékk það um hálsinn
Nýja tæknin í lyfjaprófum er búin að taka tvö Ólympíugull af Artur Taymazov en hann á samt eitt eftir sem verður aldrei tekið af Úsbekanum.

Nadia Comaneci hélt upp á 43 ára afmæli tíunnar sinnar og sonurinn stalst til að vera með
Í dag 18. júlí eru liðin 43 ár síðan að Nadia Comaneci varð fyrsta fimleikakonan til að fá tíu í einkunn á Ólympíuleikunum.

Guðlaug Edda keppir við þær allra bestu í heiminum um helgina
Íslenska þríþrautakonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir í sprettþraut í World Triathlon Series um helgina.

Ólafur lýsir upp Sigurbogann
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020.

Sænska ríkisstjórnin gefur grænt ljós á Ólympíuleika
Ríkisstjórn Svíþjóðar gaf í morgun grænt ljós á umsókn Stokkhólms um að halda Vetrarólympíuleika árið 2026.

„Ég var eyðilögð þegar ég komst að því að ég væri ófrísk“
Breski methafinn í kringlukasti ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en svo kom "barn“ í bátinn.

Formaður japönsku ólympíunefndarinnar hættir vegna ásakana um spillingu
Formaður japönsku ólympíunefndarinnar ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í nefndinni vegna ásakana um spillingu og mútur í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020.

Edda: Að fórna eigin hamingju fyrir árangur leiðir oftast til verri árangurs
Íslensk afrekskona vekur sérstaklega athygli á örlögum bandarísku hjólakonunnar Kelly Catlin sem lést síðastliðinn föstudag en heilahristingurinn sem sú bandaríska hlaut í desember í fyrra hafði gríðarleg áhrif á andlega heilsu Kelly.

Edda: Ekki sátt við að læknar setji ungar íþróttastelpur á pilluna ef þær hætta að fá blæðingar
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir gefur stelpum á kynþroskaskeiðinu góð ráð í nýjasta pistli sínum þar sem hún segir frá reynslu sinni af því þegar hún hætti að fá blæðingar.

Hugsanlega keppt í breikdansi á Ólympíuleikunum
Ein óvæntasta frétt dagsins er klárlega sú að lagt hefur verið til að keppt verði í breikdansi á Ólympíuleikunum í París árið 2024.

Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“
Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári.

Indónesía vill halda Ólympíuleikana árið 2032
Sumarólympíuleikarnir eftir þrettán ár gætu farið fram í Indónesíu eftir að Indónesar ákváðu að leggja inn framboð til Alþjóðaólympíunefndarinnar.

Gamli síminn gæti orðið að verðlaunapening á ÓL 2020
Verðlaunapeningarnir á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári munu hafa átt sér sína fortíð áður en þeir urðu að gull-, silfur- og bronspeningum besta íþróttafólks heimsins.

Lindsey Vonn endaði út í girðingu í síðasta risastórsviginu sínu
Lindsey Vonn mun leggja keppnisskíðin á hilluna eftir HM í alpagreinum og næstsíðasta keppnin hennar fór fram í dag. Hún endaði hins vegar ekki vel eða utan brautar.

Ákvað að hætta eftir margar svefnlausar nætur
Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn mun leggja keppnisskíðin sín á hilluna eftir heimsmeistaramótið í Are í Svíþjóð.

Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum
Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.

Fremsta skíðakona heims sendi lesendum karlablaðsins skýr skilaboð
Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin er að margra mati fremsta skíðakona heims í dag en hún fór óvenjulega leið í samskiptum sínum við eitt frægasta karlablað heims sem sóttist eftir þokkafullum myndum af henni.

Norska stelpan fékk sama vaxtarhormón og Lionel Messi
Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag.

Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár
Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna.

25 ár liðin frá árásinni á Nancy Kerrigan
Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottinuna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í enn mesta skúrk íþróttasögunnar.

Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess.

Fimmfaldur Ólympíumeistari hættir 23 ára: „Tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi“
Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn.

„Efaðist um það hvort mér myndi einhvern tímann líða vel aftur“
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur glímt við miklar afleiðingar heilahristings sem hún varð fyrir í sumar eftir fall í keppni. Hún segist hafa farið alltof fljótt af stað aftur og ráðleggur öðrum að læra af sinni reynslu.

Ólympíumeistari rekinn úr keppni fyrir drykkjuskap í miðju móti
Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum.

Yfirmaður tölvuöryggismála á ÓL hefur aldrei notað tölvu
Nýr ráðherra Japan í tölvuöryggismálum kom þjóð sinni á verulega óvart er hann viðurkenndi að hafa aldrei notaö tölvu.