„Ég var eina konan í úrslitunum mínum á ÓL í Ríó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 15:30 McKenna Dahl. Mynd/paralympic.org Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl. Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl.
Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira