„Ég var fljótasta stelpan í Bandaríkjunum en svo samdi ég við Nike“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 10:00 Mary Cain kemur hér fyrst í mark í hlaupi þegar allt var í blóma. Getty/Bill Frakes Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan. Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan.
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira