
Krakkar

Við höfum alveg hleypt á stökk
Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru bestu vinir og upprennandi knapar. Þeir keppa oft á mótum og gengur vel.

Fiðlusnillingur sem elskar dýr
Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir spilaði framúrskarandi vel á fiðlu á tónlistarhátíðinni Nótunni í Hörpu og fékk viðurkenningu fyrir.

Í litríkum Hálsaskógi er ljúft að vera
Prýðilega er farið með sígildan efnivið. Krúttleg og hressandi mynd sem yngri hópunum ætti alls ekki að leiðast yfir.

Gekk inn kirkjuna undir StarWars-laginu
Íris Fjóla Friðriksdóttir fermdist á annan í páskum í Bústaðakirkju. Hún bjó til spurningaleik um sig fyrir veislugestina.

Kvikmyndahátíð fyrir börnin
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð hefst í dag, fimmtudag, í Bíói Paradís í Reykjavík og stendur yfir til sunnudagsins 9. apríl.

Á átta dýr sem dreifast á nokkur heimili
Ásdís Gyða Atladóttir fer oft í hesthúsið með afa og ömmu á veturna og á sumrin finnst henni skemmtilegast að fara í flugtúr.

Alltaf dreymt um að komast í landsliðið
Dagný Rún Pétursdóttir æfir fótbolta fjórum sinnum í viku með HK í Kópavogi og keppir flestar helgar.

Prumpuslímið var sniðugasta gjöfin
Ester María Óskarsdóttir er fjögurra ára og hefur skemmt sér vel um jólin og áramótin enda fylgja þeim bæði pakkar og flugeldar.

Skemmtilegast að leika með bíla
Baldur Gísli Sigurjónsson er þriggja ára piltur. Hann er á leikskólanum Vinagarði og er búinn að fara á jólaball á deild sem heitir Uglugarður og þangað mættu jólasveinar.

Jólastjörnukrans úr ódýrum efnivið
Pappahólkarnir innan úr eldhús- eða salernisrúllunum eru efniviður sem flest heimili eiga nóg af og alltaf safnast upp jafnt og þétt. Þá er því kjörið að nýta í jólaföndur með fjölskyldunni þar sem nánast engu þarf til að kosta.

Hún er jólastjarna
Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, sem kom fram í gærkvöldi á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar sem Jólastjarna ársins 2016, elskar list-og verkgreinar í skólanum.

Gerir myndbönd og lærir á gítar
Ólafur Matti Matthíasson er tíu ára. Hann langar að verða heimsfræg rokkstjarna og nógu ríkur til að hjálpa þeim sem eiga bágt í heiminum.

Dimma er æðisleg og mig langar líka í hund
Aðaláhugamál Sögu Þórsdóttur eru fimleikar og dans, en hún elskar líka dýr og á eina kisu sem heitir Dimma og er í uppáhaldi.

Langar að eiga kanínu en á tvö fiðrildi
Gauti Einarsson hefur áhuga á mörgu en skemmtilegst finnst honum að spila á píanóið, spila körfubolta og spila á spil.

Mundi vilja verða dýrahirðir
Iðunn Ægisdóttir naut þess að fara upp í sveit um síðustu helgi. Hún dró kindur í dilk, fór í berjamó og gaf hænuungum að borða.

Prumpuhundur á ferð og flugi
Eiríkur Stefánsson sendi teikningu af prumpuhundi í flöskuskeyti fyrir ári og fyrir skömmu sneri hundurinn til hans aftur í flottri bók.

Æfir ofurhetjuhopp á dýnu
Hann Jakob Gumi Vignisson fimm ára er í skóla sem heitir Austurkór og svo er hann líka í Latabæjarskóla.

Hélt veislu með Orra afa
Þegar Bríet Hrefna Guðlaugsdóttir byrjar í grunnskóla í haust þætti henni skemmtilegast ef krakkarnir fengju að mála skólastofuna.

Ívar 7 ára: Æfir karate eins og pabbi og dýrkar kettina Stellu og Kára
Ívar Kolbeinsson er sjö ára gamall. Hann er með hvítt og gult belti í karate.

Læra að vera við stjórn
Gauti, Hekla og Helga eru orðnir þó nokkrir sægarpar þó þau séu bara á þriðja degi siglinganámskeiðs. Þau hafa líka öll reynslu af bátum.

Skemmtilegir rólóar og ítalski ísinn góður
Bræðurnir Óðinn Styrkár og Sævar Stormur Þórhallsynir fluttu nýlega til Mílanó á Ítalíu ásamt foreldrum sínum og litlu systur. Þeir kunna vel við ítalska lífið en sakna helst að fá SS-pylsur og auðvitað vina sinna á Íslandi.

Ætlar að skreyta egg, leika úti og fara í skemmtilegar æfingar
Edward Jensson, ellefu ára Hafnfirðingur, kann bæði íslensku og rússnesku. Hann á ömmu í Rússlandi sem hann fer stundum að heimsækja. Síðast var hann hjá henni um jólin.

Lék Nölu sem er besta vinkona Simba
Hrefna Karen Pétursdóttir, 13 ára, sló í gegn í söngleiknum Konungur ljónanna sem sýndur var í Salaskóla í Kópavogi nýlega.

Syndir um eins og hafmeyja í laugunum
Hún Sigríður Salka Ólafsdóttir, sem er sjö ára og alveg að verða átta, á skrautlegan hafmeyjarsporð sem hana hafði dreymt um og var svo ljónheppin að fá í jólagjöf. Það var alveg óvænt.

Finnst skemmtilegra þegar ljóð ríma
Akurnesingurinn Ragna Benedikta Steingrímsdóttir, 15 ára, bjó til besta vísubotninn í sínum aldursflokki annað árið í röð í vísnasamkeppni grunnskólanema. Hún skemmtir sér við að semja lög og texta.

Finnst að allir ættu að hafa sama rétt
Drengur er nefndur Nonni Gnarr. Hann hefur mestan áhuga á leiklist en tók sig til og hannaði hálsmen fyrir jólin sem hann lét gera fyrir sig í Leynibúðinni á Laugavegi.

Langar að verða vísindamaður
Hinn átta ára gamli Þorgeir Atli Gunnarsson lagði mikla vinnu í að útbúa fallega jólakveðju til að senda á krakkarúv.

Getur verið besti Minecraft-spilari í heiminum
Ólafur Örn Þorsteinsson níu ára forritar, teiknar og býr til myndasögur í tölvunni og er meistari í leiknum Minecraft. Hann hefur prófað að kenna hjá Skema.

Sannkallaðir hátíðadrengir
Bræðurnir Þorlákur Flóki og Kormákur Jónas Níelssynir eru jólabörn. Annar verður fimm ára á Þorláksmessu og hinn þriggja ára á gamlársdag. Þeir fá svo margar jóla- og afmælisgjafir á einum mánuði að stundum eru nokkrar þeirra geymdar fram á sumar.

Ætlar að verða smiður eða flugmaður
Gunnar Ingi Stefánsson er 7 ára. Hann æfir fótbolta með Val og elskar að fara í sund. Honum finnst líka skemmtilegt að fara í ferðalög með skólanum sínum.