Knáar í kúluvarpinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 10:15 Þær Stefanía, Andrea Maya og Inga Sólveig stefna allar langt í frjálsum íþróttum. Mynd/Frjálsíþróttaráð Ungmennasambands Skagafjarðar Skagfirsku stelpurnar Andrea Maya Chirikadzi, Inga Sólveig Sigurðardóttir og Stefanía Hermannsdóttir komu allar verðlaunaðar heim af Silfurleikum ÍR, sem á sjötta hundrað barna og unglinga tók nýlega þátt í. Sérstaka athygli vakti árangur þeirra í kúluvarpi. Þar var Andrea Maya í 1. sæti, Stefanía í 3. og Inga Sólveig í 5. hún var líka í 3. sæti í 60 m grindahlaupi. Stelpurnar eru allar 14 ára nemendur í Árskóla á Sauðárkróki og þakka þennan góða árangur þjálfaranum Arnari, æfingunum og hvatningu foreldra. Hvað er mikilvægast til að verða góður í kúluvarpi? Andrea Maya: Mikilvægast er að hafa trú á sér, gefast ekki upp og hafa tæknina á hreinu. Inga Sólveig: Tæknin og að vera sterkur í handleggjunum. Stefanía: Að æfa tækni og styrk. Andrea Maya hefur æft kúluvarpið í fjögur ár, Stefanía þrjú til fjögur og Inga Sólveig eitt. Hversu oft æfið þið í viku?Andrea Maya: Ég æfi frjálsar fimm daga í viku. Inga Sólveig: Alla virka daga vikurnar. Stefanía: Ég æfi frjálsar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Allar æfa stelpurnar fleiri greinar frjálsra íþrótta en kúluvarp. Andrea til dæmis spjótkast, spretthlaup, hástökk og langstökk, Inga Sólveig grindahlaup og Stefanía spjótkast, spretthlaup, langstökk og er að byrja að æfa kringlukast. Ætlið þið að ná langt? Andrea Maya: Ég stefni á Ólympíuleikana. Inga Sólveig: Ég ætla mér langt í frjálsum. Stefanía: Já, helst, ég stefni á EM og lengra. Þær gerðu fleira skemmtilegt þegar þær komu suður en að skora hátt á Silfurmótinu, til dæmis að versla, fara í bíó og út að borða. En hvað langar ykkur að verða í framtíðinni? Andrea Maya: Mig langar að vinna sem leikari, listamaður eða arkitekt. Inga Sólveig: Mig langar að verða sjúkraþjálfari. Stefanía: Vinna eitthvað við íþróttir. Kannski sjúkraþjálfari, en annars er ég ekki viss. Krakkar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Skagfirsku stelpurnar Andrea Maya Chirikadzi, Inga Sólveig Sigurðardóttir og Stefanía Hermannsdóttir komu allar verðlaunaðar heim af Silfurleikum ÍR, sem á sjötta hundrað barna og unglinga tók nýlega þátt í. Sérstaka athygli vakti árangur þeirra í kúluvarpi. Þar var Andrea Maya í 1. sæti, Stefanía í 3. og Inga Sólveig í 5. hún var líka í 3. sæti í 60 m grindahlaupi. Stelpurnar eru allar 14 ára nemendur í Árskóla á Sauðárkróki og þakka þennan góða árangur þjálfaranum Arnari, æfingunum og hvatningu foreldra. Hvað er mikilvægast til að verða góður í kúluvarpi? Andrea Maya: Mikilvægast er að hafa trú á sér, gefast ekki upp og hafa tæknina á hreinu. Inga Sólveig: Tæknin og að vera sterkur í handleggjunum. Stefanía: Að æfa tækni og styrk. Andrea Maya hefur æft kúluvarpið í fjögur ár, Stefanía þrjú til fjögur og Inga Sólveig eitt. Hversu oft æfið þið í viku?Andrea Maya: Ég æfi frjálsar fimm daga í viku. Inga Sólveig: Alla virka daga vikurnar. Stefanía: Ég æfi frjálsar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Allar æfa stelpurnar fleiri greinar frjálsra íþrótta en kúluvarp. Andrea til dæmis spjótkast, spretthlaup, hástökk og langstökk, Inga Sólveig grindahlaup og Stefanía spjótkast, spretthlaup, langstökk og er að byrja að æfa kringlukast. Ætlið þið að ná langt? Andrea Maya: Ég stefni á Ólympíuleikana. Inga Sólveig: Ég ætla mér langt í frjálsum. Stefanía: Já, helst, ég stefni á EM og lengra. Þær gerðu fleira skemmtilegt þegar þær komu suður en að skora hátt á Silfurmótinu, til dæmis að versla, fara í bíó og út að borða. En hvað langar ykkur að verða í framtíðinni? Andrea Maya: Mig langar að vinna sem leikari, listamaður eða arkitekt. Inga Sólveig: Mig langar að verða sjúkraþjálfari. Stefanía: Vinna eitthvað við íþróttir. Kannski sjúkraþjálfari, en annars er ég ekki viss.
Krakkar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira