Hús og heimili

Ofursmart heilsárshús
Heilsárshúsin frá Kampus koma fullbúin í heilu lagi og henta vel sem gestahús, sumarbústaðir, heilsárshús eða skrifstofur.

Glæsilegar íbúðir með frábæru útsýni
Nú eru komnar í söluferli 28 glæsilegar íbúðir í vönduðu og vel skipulögðu lyftu fjölbýlishúsi á Álftanesi við Hestamýri 1. Íbúðirnar eru hannaðar að innan af Sæju innanhúshönnuði og stæði í bílageymslu fylgir þeim öllum. Stórar geymslur fylgja auk þess öllum íbúðum.

Kjartan Henry og Helga selja í Vesturbænum
Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur hafa sett íbúð sína við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 89,9 milljónir.

Rakel selur 290 milljóna króna heillandi hús í Vesturbænum
Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir hefur sett heillandi 320 fermetra einbýlishús við Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Húsið var byggt árið 1945 og hefur verið mikið endurnýjað. Ásett verð er 290 milljónir.

Sveitasetur lýtalæknis til sölu: „Eign fyrir fjársterka aðila“
Guðmundur Már Guðmundsson lýtalæknir og eiginkona hans Auður Möller hafa sett reisulegt 270 fermetra hús við Strandarhöfuð austan við Hvolsvelli á sölu. Húsið er staðsett á 240 hektara landi með fallegu útsýni til fjalla og Vestmannaeyja.

Flughetja selur slotið með heitum og köldum
Kristinn Elvar Gunnarsson, flugstjóri hjá Norlandair sem meðal annars hefur haldið uppi loftbrú félagsins frá Akureyri til Vopnafjarðar og Þórshafnar, hefur sett hús sitt á Akureyri á sölu. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús að Kolgerði á frábærum stað í brekkunni.

Þú þarft ekki að óttast rigninguna
Þakrennurnar frá Lindab Rainline hafa heldur betur sannað gildi sitt hér á landi enda verið seldar hér í áratugi. Límtré Vírnet tók við umboðinu upp úr síðustu aldamótum og hefur selt þær jöfnum höndum til einstaklinga og verktaka en þær henta á allar tegundir bygginga.

Sígild hönnun frá Rosti verður 70 ára
Frá því Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn hönnuðu Margrétarskálina á 6. áratug síðustu aldar hefur þessi einstaka skál frá Rosti orðið vel þekkt og sígilt vinnutæki í eldhúsum um allan heim. Skálin er nefnd Margrétarskál til heiðurs Margréti Þórhildi II fyrrum Danadrottningar.

Hommahöllin til sölu
Hommahöllin á Neskaupsstað hefur verið sett á sölu, en húsið er norskt kataloghús af fínustu sort. Húsið var síðast starfrækt sem menningarheimili með vinnustofum listamanna og fékk þá í kjölfarið viðurnefnið Hommahöllin.

Fyrrverandi eigandi Sóma vill 375 milljónir fyrir einbýlið
Alfreð Hjaltason athafnamaður hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt í botnlanga í Garðabæ á sölu. Uppsett verð fyrir húsið eru 375 milljónir króna en húsið er einmitt 375,5 fermetrar að stærð.

Eitt glæsilegasta byggingarsvæði höfuðborgarsvæðisins
Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun skjólsælla útsýnislóða í suðurhlíðum Helgfellshverfis. Flestar lóðirnar eru einbýlishúsa- og parhúsalóðir auk einnar raðhúsalóðar, samtals 50 lóðir. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2024.

Ellefu eftirtektarverð eldhús
Eldhúsið er oft sagt hjarta heimilisins. Þar verjum við oft löngum tíma og eigum dýrmætar samverustundir með þeim sem eru okkur kærastir. Hönnun og útlit eldhússins gefur heildarmynd heimilisins mikinn karakter þar sem litaval, efniviður og smáhlutir rýmisins skapa stemningu þess.

Herra Hnetusmjör og Sara selja íbúðina
Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth hafa sett íbúð sína við Digranesveg í Kópavogi á sölu. Þess má geta að parið bjó áður í annarri íbúð í sama húsi. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Einstök hæð í retró stíl við Laufásveg
Við Laufásveg 47 í Reykjavík er að finna glæsilega 212 fermetra sérhæð. Húsið var byggt árið 1969 en var endurnýjað að miklu leyti árið 2017 með tilliti til hins byggingarstíls. Fasteignamat eignarinnar er 119,7 milljónir.

Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu
María Gomez lífstílsbloggari og eiginmaður hennar Ragnar Már Reynisson hafa sett raðhús sitt við Ásbúð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1979. Eignin hefur verið endurnýjuð að innan á vandaðan og smekklegan máta. Ásett verð er 163,7 milljónir.

Afmælisafsláttur Skanva í fullum gangi
Danski gluggaframleiðandinn Skanva fagnar 6 ára afmæli á íslenskum markaði. 45% afsláttur er af gluggum og hurðum út maí og boðið upp á köku og kaffi í sýningarsal, Fiskislóð 73.

Heitur pottur og sauna, tvenna sem getur ekki klikkað!
Dásamlegt sumar er framundan hér á landi og því er upplagt að huga að heitum og köldum pottum og saunahúsum fyrir sumarið í garðinum heima eða í bústaðnum.

Handgerðir leirpottar fyrir kröfuharða kaupendur
Hjónin Kristín Jónsdóttir og Rafn E Magnusson heilluðust af keramik pottunum frá Kretakotta þegar þau bjuggu í Svíþjóð. Pottarnir koma frá bænum Thrapsano á Krít og eru unnir úr sérvöldum jarðleir með „lifandi“ yfirborði sem veðrast og þroskast og verður því fallegra með tímanum.

Davíð Smári og Kolla selja glæsilega útsýnishæð
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra og eiginkona hans Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheill, hafa sett glæsilega 268 fermetra eign við Dalbraut á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 139,9 milljónir.

Eigendur Sportvörur.is selja einbýlið í Garðabæ
Hjónin og eigendur Sportvörur.is, Eyþór Ragnarsson og Sigríður Gunnarsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Markarflöt í Garðabæ á sölu. Um er að ræða vel skipulagt 220 fermetra hús á einni hæð. Ásett verð er 189,9 milljónir.

Litfögur listamannaíbúð við Melhaga
Listaparið Matthías Rúnar Sigurðsson og Anna Vilhjálmsdóttir hafa sett afar glæsilega hæð með sérinngangi við Melhaga í Vestubær Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir.

Glæsihús Gerðar í Blush aftur á sölu
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærastinn hennar Jakob Fannar Hansen hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Kópavogi á sölu. Húsið var einnig á sölu fyrir tveimur árum en á þeim tíma hefur fasteignaverð þess hækkað um tæpar sjötíu milljónir.

Hönnunarhús Markúsar Mána og Kristínar til sölu
Markús Máni M. Maute, annar stofnandi hugbúnaðarfyrirtæksins Abler, og eiginkona hans Kristín Laufey Guðjónsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Lindarbraut á Seltjarnarnesi á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 185 milljónir.

Andri og Erla selja í Seljunum
Andri Heiðar Kristinsson fjárfestingastjóri og Erla Ósk Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Símanum hafa sett íbúð sína í Stuðlaseli í Breiðholti á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 87,9 milljónir.

Óreiðulaus eldhús með þráðlausu kerfi KitchenAid
KitchenAid stækkar þráðlaust vöruúrval sitt með nýju KitchenAid Go þráðlausu kerfi sem knúið er af einni hlaðanlegri 12V ferðarafhlöðu, KitchenAid Go þráðlausa línan inniheldur sex nýjar og fjölbreyttar vörur. Nýja þráðlausa vörulínan er nú fáanleg á íslenskum markaði.

Fantaflott með frönskum gluggum í Vesturbænum
Við Grenimel 35 í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna einstaka 172 hæð með bílskúr í reisulegu húsi sem var byggt árið 1945. Húsið var teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt og hefur verið vel viðhaldið. Ásett verð er 159,9 milljónir.

Smekklegt einbýli í Fossvogi á 230 milljónir
Við Kvistaland 7 í Fossvogsdal má finna fallegt 203 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1973. Eignin var nýverið tekin í gegn á smekklegan máta þar sem ekkert var til sparað. Ásett verð er 228,9 milljónir.

Matti og tengdó selja 220 milljóna króna einbýlishús
Matthías Tryggvi Haraldsson, tónlistarmaður og leikari, hefur sett 328 fermetra einbýlishús við Furugerði 8 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir. Ásett verð er 220 milljónir. Matthías Tryggvi á húsið ásamt Ásdísi Olsen tengdamóður sinni og Bergþóru Sigurðardóttur, móðursystur Ásdísar.

Inga Lind selur íbúð við Valshlíð
Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona hefur sett smekklega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Íbúðin er jafntfram í eigu dóttur hennar Hrafnhildar Össurardóttur og eiginmanns hennar Árna Hjaltasonar. Ásett verð er 93,9 milljónir.

Jón og Hafdís festu kaup á einbýli með bátaskýli
Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson og eiginkona hans Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir hafa fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Hamarsgötu á Seltjarnarnesi.