Eignin skiptist í anddyri, alrými með samliggjandi stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Frá efri hæð íbúðarinnar er útgengt á tæplega 35 fermetra verönd sem snýr í suðvestur.
Stofurýmið er opið og bjart með aukinni lofthæð og stórum gluggum. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir til austurs. Dökkar viðarþiljar prýða í loftið í eldhúsinu og að hluta til í stofurýminu, gefa eigninni mikinn karakter og hlýlega ásýnd til móts við hvítmálaða veggina.
Í eldhúsinu er stílhrein, hvít innrétting með góðu vinnuplássi. Veglegur svartur marmari er á borðum og á eyju.
Heimilið er innréttað mínímalískan máta þar sem vönduð húsgögn og fagurfræði ræður ríkjum.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




