Eignin er á tveimur hæðum og samanstendur af fjórum svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, sjónvarpsrými, þvottahúsi og opnu og björtu alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu.
Flæðið í húsinu er gott og skipulagið nútímalegt. Ásett verð fyrir eignina er 149,9 milljónir.
Eldhús, stofa og borðstofa renna saman í eitt þar sem aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar hleypa inn mikilli birtu í rýmið. Þaðan er útgengt á rúmgóðar yfirbyggðar suður svalir.
Í eldhúsinu er stílhrein hvít innrétting með hvítum kvartssteins á borðum. Fyrir miðju er vegleg eldhúseyja með góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu. Notalegur borðkrókur stelur senunni í rýminu og gefur því mikinn karakter.
Stofan er opin og björt, umvafin ljósum litatónum. Á veggjum má sjá falleg listaverk, meðal annars eftir Ella Egilsson, sem fanga augað.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




