Pavel hættur: „Hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina“ Körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij hefur greint frá því í bréfi til Borgnesinga sem birt er í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands, að hann sé hættur í körfubolta eftir farsælan feril. 5.10.2022 10:09
Tölvupóstsamskipti sýna að Þór fékk grænt ljós áður en það varð rautt Formaður körfuknattleiksdeildar Þórs úr Þorlákshöfn segir vinnubrögð Körfuknattleikssambands Íslands í kringum félagsskipti Spánverjans Pablo Hernández koma illa niður á félaginu. Formaður sambandsins segist skilja gremju Þórsara en regluverkið sé skýrt. 5.10.2022 08:32
Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. 4.10.2022 17:15
Ísak Snær mættur til Þrándheims Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, er mættur til Þrándheims í Noregi og mun líklega ganga frá skiptum til Rosenborgar. Hann mun þá ganga til liðs við félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný um áramótin. 4.10.2022 14:30
Vilja fá Úkraínu með sér að halda HM 2030 Úkraína er sagt ætla að sækjast eftir því að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta ásamt Spáni og Portúgal árið 2030. 4.10.2022 14:01
Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. 4.10.2022 13:01
Þórsarar fengu Hernández á brostnum forsendum | KKÍ breytti reglunni Þór frá Þorlákshöfn samdi í sumar við Spánverjann Pablo Hernández á grundvelli skriflegra svara KKÍ þess efnis að hann yrði undanþeginn því að vera talinn sem erlendur leikmaður í Subway-deild karla. Breyting varð svo á því síðar í sumar, eftir að Þór hafði samið við leikmanninn. 4.10.2022 12:01
Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér. 4.10.2022 08:31
Sá besti í Þýskalandi fer til Chelsea næsta sumar Chelsea hefur fest kaup á Frakkanum Christopher Nkunku og mun hann ganga til liðs við félagið frá RB Leipzig í Þýskalandi næsta sumar. 3.10.2022 17:00
Vildi vera eins og Ronaldo: „Hann var bestur, þó hann hafi verið feitur“ Pierre-Emerick Aubameyang segist hafa drukkið í sig kunnáttu heimsklassa framherja í AC Milan þegar hann var þar á mála sem ungur leikmaður. Mest leit hann upp til Brasilíumannsins Ronaldo, sem var kominn af léttasta skeiði þegar hann samdi við félagið. 3.10.2022 16:31