Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar

Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir.

Ísak Snær mættur til Þrándheims

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, er mættur til Þrándheims í Noregi og mun líklega ganga frá skiptum til Rosenborgar. Hann mun þá ganga til liðs við félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný um áramótin.

Starfið undir í stórleiknum í kvöld?

Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu.

Þórsarar fengu Hernández á brostnum forsendum | KKÍ breytti reglunni

Þór frá Þorlákshöfn samdi í sumar við Spánverjann Pablo Hernández á grundvelli skriflegra svara KKÍ þess efnis að hann yrði undanþeginn því að vera talinn sem erlendur leikmaður í Subway-deild karla. Breyting varð svo á því síðar í sumar, eftir að Þór hafði samið við leikmanninn.

Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann

Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér.

Sjá meira