Úr Juventus í flatbökubikarinn í Rochdale Arthur Melo, nýjasti leikmaður Liverpool á Englandi, vinnur í því að komast í leikform eftir skipti hans frá Juventus til félagsins á lokadegi félagsskiptagluggans, þann 1. september. 21.9.2022 08:30
Kristinn Jónsson er látinn Kristinn Ingvar Jónsson, fyrrum formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, er látinn. Hann lést á Landsspítalanum á mánudag, 19. september, 81 árs að aldri. 21.9.2022 07:31
„Þessi fótbolti drepur mig að innan“ „Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina. 20.9.2022 15:01
Skalli Martins væri ekki löglegur í dag: „Þetta má víst ekki lengur“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, vakti í dag athygli á reglubreytingu sem hefur orðið í alþjóðlegum körfuboltareglum. Martin átti frægan skalla í landsleik Íslands og Portúgal í undankeppni EM fyrir tveimur árum en slíkur skalli telst ekki lengur leyfilegur. 20.9.2022 14:00
Yfirgaf FH eftir bílslys en er nú nýr þjálfari FCK FC Kaupmannahöfn, lið þriggja íslenskra leikmanna, hefur sagt upp þjálfara liðsins Jess Thorup. Fyrrum leikmaður FH tekur við stjórnartaumunum. 20.9.2022 12:01
Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum. 20.9.2022 10:32
Pogba fær lögregluvernd á Ítalíu Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba, sem er leikmaður Juventus á Ítalíu, fær nú vernd lögreglu þar í landi sökum meints fjárkúgunarmáls innan fjölskyldu hans. 20.9.2022 09:31
Barcelona skilaði tæplega 14 milljarða gróða Spænska knattspyrnuliðið Barcelona hefur tilkynnt um tæplega 100 milljón evra gróða á síðasta ári. Samkvæmt áætlunum verður gróðinn rúmlega tvöfalt meiri á næsta ári. 20.9.2022 09:00
Segist ekki vera að spara sig fyrir HM Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á fyrstu vikum tímabilsins. Hann hefur verið sakaður um að spara krafta sína fyrir komandi heimsmeistaramót í fótbolta, ásakanir sem hann vísar á bug. 20.9.2022 08:31
Kahn: Erum ekki að leita að nýjum þjálfara Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir framtíð Julians Nagelsmann í þjálfarastöðu karlaliðs félagsins vera örugga. Gengi liðsins hefur verið undir pari í upphafi tímabils. 20.9.2022 08:00