Knattspyrnudeild KR tilkynnti í gær að Rúnar Kristinsson mun ekki stýra liðinu áfram en hann hefur verið við stjórnvölin frá 2017. En hver tekur við af goðsögninni í Vesturbænum? Vísir hefur tekið saman lista af kandídötum.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Fyrrum leikmaður KR sem þjálfaði Keflavík áður en honum var sagt upp í sumar. Hefur fundað með KR-ingum og var í stúkunni á leik Stjörnunnar og KR í vikunni.Vísir/Pawel CieslikiewiczÁgúst Gylfason. Annar fyrrum leikmaður KR. Stýrði síðast Stjörnunni en var sagt upp snemmsumars. Hefur einnig þjálfað Fjölni, Grótti og Breiðablik.VÍSIR/HULDA MARGRÉTÓskar Hrafn Þorvaldsson. Uppalinn KR-ingur. Vill líkast til klára Evrópuverkefni Blika en hefur verið orðaður við brottför úr Kópavogi. Vann Íslandsmeistaratitilinn með Blikum í fyrra og fer fyrstur með íslenskt lið í riðlakeppni í Evrópu. Þjálfaði áður Gróttu og hefur stýrt yngri flokkum í Vesturbæ.Vísir/Hulda MargrétHalldór Árnason. Aðstoðarþjálfari Óskars í Kópavogi og annar uppalinn KR-ingur. Góður félagi Páls Kristjánssonar, formanns knattspyrnudeildar KR, en þeir félagar stýrðu KV saman upp í 1. deild. Leitar mögulega aðalþjálfarastöðu á næstu misserum.Vísir/Hulda MargrétBjarni Guðjónsson. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum. Er framkvæmdastjóri félagsins og var áður þjálfari þess. Síðast í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Rúnars samhliða framkvæmdastjórastöðunni. Er hann þreyttur á skrifstofunni og vill aftur út á völl?Vísir/Bára DröfnBrynjar Björn Gunnarsson. Enn einn uppaldi KR-ingurinn. Tók nýverið við Grindavík en þjálfaði áður HK og yngri flokka í Stjörnunni. Atvinnumaður og landsliðsmaður til margra ára og hefur marga fjöruna sopið.Vilhelm GunnarssonSigurvin Ólafsson. Fyrrum leikmaður KR og þjálfari hjá liðinu. Var aðstoðarþjálfari Rúnars auk þess að vera þjálfari KV. Fór frá liðinu á síðasta tímabili til að taka við FH ásamt Eiði Smára Guðjohnsen og er nú aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar í Hafnarfirði.Vísir/DiegoSigurður Heiðar Höskuldsson. Þjálfaði Leikni Reykjavík áður en hann varð aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar hjá Val í sumar. Leitar sér mögulega að aðalþjálfarastöðu í vetur.Vísir/DiegoÓlafur Jóhannesson. Einn sá sigursælasti á landinu. Verið án starfs eftir að hann var látinn fara frá Val í fyrra.Hulda MargrétÓlafur Kristjánsson. Hann lék með KR sumrin 1996 og 1997. Hefur þjálfað Fram, Breiðablik og FH hér heima og Nordsjælland, Randers og Esbjerg í Danmörku. Er án starfs eftir að hafa verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki þar til í sumar.Getty