Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2023 19:30 Vanda segir að skipt verði um gras sem fyrst en óvíst sé hvernig gras verði lagt á völlinn. Vísir/Samsett/Einar/Vilhelm KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira
KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft)
Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira
Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01