„Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 15:31 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Þar var hann spurður út í samkomulag við fyrrum aðstoðarmann sinn, Jon Dahl Tomasson. Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira