Segir markmenn lata og vill franskan rennilás á takkaskó Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, grínisti og leikari með meiru, fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á meðan hann horfði á leik Englands og Þýskalands í Þjóðadeild Evrópu. Hann segist hafa neyðst til að horfa á leikinn hvar hann sat fastur á hótelherbergi í Þýskalandi. 27.9.2022 12:31
Upplausn eftir tapið fyrir Víkingi: Þjálfarinn entist í tíu daga Levadia Tallinn, sem féll úr keppni fyrir Víkingi í Meistaradeild Evrópu fyrr í sumar, hefur rekið nýjan þjálfara sinn eftir aðeins einn leik. Félagið hefur farið í gegnum nokkra þjálfara frá tapinu í sumar. 23.9.2022 10:31
Í lífstíðarbann fyrir að hagræða úrslitum Sílemaðurinn Sebastián Rivera, fyrrum tennismaður og nú þjálfari, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá íþróttinni. Hann var fundinn sekur um að hafa hagrætt úrslitum í 64 tennisleikjum. 23.9.2022 10:00
Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23.9.2022 09:00
Stuðningsmenn West Ham oftast teknir fastir | Manchester-liðin þar á eftir Ólæti fótboltaáhorfenda hafa verið mikið til umræðu á Englandi eftir að takmörkunum sökum kórónuveirufaraldursins var lyft. Bresk stjórnvöld í samstarfi við knattspyrnuyfirvöld stefna á aðgerðir til að takast á við vandamálið. 23.9.2022 08:30
Mourinho slær í gegn í nýju lagi Stormzy José Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, er í nýju lagi breska tónlistarmannsins Stormzy og á hlutverk í myndbandinu við lagið að auki. 23.9.2022 07:30
„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“ Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina. 22.9.2022 16:31
Klikkaðist á karnivali á Kanarí Spánverjinn David Silva, leikmaður Real Sociedad og fyrrum leikmaður Manchester City á Englandi, þarf að greiða sekt og bætur eftir að hafa játað sök í ofbeldismáli fyrir spænskum dómstólum. 22.9.2022 16:00
Mayweather vill berjast aftur við McGregor sem er „ekki áhugasamur“ Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather kveðst vilja berjast aftur við írsku UFC stjörnuna Conor McGregor á næsta ári. Þeir tókust á í hringnum árið 2017. 22.9.2022 09:31
Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22.9.2022 08:32