Stórt fyrir íslenskan handbolta: „Þetta var mikið sjokk fyrir þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2023 11:01 Gunnar Magnússon hafði ríka ástæðu til að fagna í gær. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður eftir afar sterkan sigur hans manna á Nærbö frá Noregi í EHF-bikarnum í handbolta í gær. Afturelding vann sex marka sigur þar sem mark Þorsteins Leó Gunnarssonar þegar örfáar sekúndur voru eftir skaut Mosfellinga áfram. Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember. Afturelding Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember.
Afturelding Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira