„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“ Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld. 25.4.2023 11:30
„Nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vill halda góðu gengi sinna manna gangandi er liðið fær KR í heimsókn í Bestu deild karla í kvöld í því sem hann kallar fyrsta stórleik tímabilsins. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina vel. 24.4.2023 12:31
Fékk nóg af tilraunastarfsemi og fann fegurðina í þjálfun Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður og handboltastjarna, finnur sig vel í nýju hlutverki sem aðstoðarþjálfari Erlangen í Þýskalandi. Hann áttaði sig á því að hann verður ekki verri manneskja við þjálfunina og er kominn með nóg af víðamikilli tilraunastarfsemi síðustu ára. 20.4.2023 09:30
Léttirinn mikill: „Ég var hættur í fótbolta í sólarhring“ Hilmari Árna Halldórssyni, leikmanni Stjörnunnar, var býsna létt eftir að hann fékk góð tíðindi frá lækni í gær. Hann fór meiddur af velli í leik liðs hans við FH sem fram fór á Miðvelli, frjálsíþróttavelli FH, sem var ekki vel á sig kominn. 19.4.2023 23:46
Snorri Steinn gæti spilað í kvöld: „Ég er í fínu formi“ Tímabilið er undir hjá Íslandsmeisturum Vals í kvöld þegar þeir mæta Haukum öðru sinni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson verður mögulega með í leiknum vegna meiðsla í herbúðum Vals. 19.4.2023 12:00
Ekki vandamál að Boehly komi inn í klefa Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea á Englandi, sér ekkert að því að eigandi félagsins, Todd Boehly, komi inn í búningsklefa liðsins. 18.4.2023 15:01
Hareide: Albert verður í hópnum Nýi landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé góður leikmaður og hann verði í næsta landsliðshópi Íslands. Albert var úti í kuldanum hjá forvera hans í starfi, Arnari Þór Viðarssyni. 18.4.2023 14:01
Jóhannes Karl áfram aðstoðarþjálfari landsliðsins Åge Hareide, nýr landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Jóhannes Karl Guðjónsson verði áfram aðstoðarþjálfari landsliðsins. Hann staðfesti það á blaðamannfundi í dag. 18.4.2023 13:34
Óttuðust að eitrað yrði fyrir þeim Undanúrslitaeinvígi AC Milan og Napoli minnir um margt á harða baráttu liðanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ruud Gullit rifjar upp ferðalag AC Milan til Napoli er liðin kepptust um ítalska meistaratitilinn við Diego Maradona og félaga. 18.4.2023 11:00
Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18.4.2023 10:24