Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8.6.2023 20:00
Dóttir Arnhildar og Alfreðs komin í heiminn Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona og kærasti hennar, Alfreð Már Hjaltalín, fyrrverandi knattspyrnumaður og heilsunuddari, eignuðust dóttur á dögunum. 8.6.2023 11:10
„Sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina án hans“ Vilhjálmur Þór Davíðsson, flugþjónn hafði gefið ástina upp á bátinn og taldi sig betur settan án hennar þar til hann kynntist sænska draumaprinsinum og tannlækninum Niclas Bergström. Villi, eins og hann er kallaður, segist hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. 6.6.2023 20:00
Ástin blómstraði hjá Kristínu og Signýju í Róm Kristín Eysteinsdóttir rektor Listaháskóla Íslands og Signý Scheving aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum eru nýtt par. Parið glæsilega skellti sér í rómantíska ferð til Rómar á dögunum. 6.6.2023 16:18
Tvenn tímamót hjá Sverri Inga og Hrefnu Dís Mikið er um að vera í lífi knattspyrnukappans Sverris Inga Sverrissonar og Hrefnu Dísar Halldórsdóttur flugfreyju um þessar mundir. Parið eignaðist sitt annað barn og festu kaup á 400 fermetra einbýlishúsi í Kópavogi fyrir skemmstu. 6.6.2023 12:08
Steinarr Lár og Guðrún selja glæsihöllina Athafnamaðurinn og fyrrum eigandi Kúkú Campers, Steinarr Lár og Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur hafa sett glæsihöll sína við Kópavogsbraut til sölu og er ásett verð fyrir eignina 245 milljónir. 5.6.2023 20:10
Gígja Marín átti besta frumsamda lagið Gígja Marín Þorsteinsdóttir bar sigur úr býtum fyrir besta frumsamda lagið í þættinum Skúrinn á Vísi. Undanfarnar vikur hafa sex tónlistarflytjendur verið kynntir sem kepptu um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu og um besta frumsamda lagið. Skúrinn eru kostaðir þættir af SS. 5.6.2023 16:08
Grindvíkingar fögnuðu Sjómannadeginum með pompi og prakt Sjóarinn síkáti, sjómanna- og fjölskylduhátíð Grindvíkinga var haldin með pompi og prakt um helgina. Bylgjulestin kíkti við og hélt uppi fjörinu ásamt fjölbreyttri dagskrá heimamanna. 5.6.2023 13:18
Stjörnulífið: Bahama partý Harðar Björgvins og Ungfrú Ísland gæsuð Sól og hækkandi hitatölur glöddu landsmenn liðna viku með tilheyrandi útiveru og sumarstemmningu. Þar má nefna suðræna afmælisveislu knattspyrnukappans Harðar Björgvins Magnússonar og Viktors Sveinssonar athafnamanns, gæsun og Sjómannadaginn. 5.6.2023 08:00
Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3.6.2023 20:01