Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Keyptu glæsihýsi í sendiráðahverfinu við Landakot

Grím­ur Garðars­son eig­andi Best­sell­er á Íslandi og Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir fjárfestir hafa fest kaup á rúmlega fimm hundruð fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík. Húsið er staðsett við hlið franska og rússneska sendiráðsins í sannkölluðu sendiráðahverfi við Landakotstún.

Frétti fyrst af bónorði ástmannsins hjá systur sinni

Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir sagði já við einu óvæntasta og skrýtnasta bónorði ársins. Eiginmaðurinn verðandi bar um bónina í fréttatilkynningu til fjölmiðla og Kolbrún fékk því spurninguna stóru í fjölmiðlum, í gegnum systur sína.

Frum­sýning á mynd­bandi við Þjóð­há­tíðar­lag Emm­sjé Gauta

„Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tón­listar­maðurinn Gauti Þeyr Más­son, betur þekktur sem Emm­sjé Gauti, um hug­myndina á bak­við mynd­bandið við Þjóð­há­tíðar­lagið 2023, Þúsund hjörtu.

Simmi Vill segir ríkistjórnina einfaldlega skipaða aumingjum

„Ég segi það hér og nú þetta eru aumingjar,“ segir Sigmar Vilhjálmsson viðskiptamaður, betur þekktur sem Simmi Vill, um ríkisstjórn Íslands. Hann segir ráðherrana stinga hausnum í sandinn og setja alla ábyrgð vaxtahækkana á Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra Íslands.

Idol-stjörnubarnið komið í heiminn

Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust frumburð sinn fyrr í mánuðinum.

Súkkulaðierfingi sem saknar ekki áfengisins

„Ég vaknaði bara einn daginn eftir djamm og það var eins og einhver hafi komið inn í svefnherbergið til mín í draumi eða eitthvað og sagt mér að hætta að drekka,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason sem sagði skilið við áfengi fyrir um ári síðan.

Sjá meira