Fyrstur til að fljúga gírókopter umhverfis heiminn Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter þyrlu. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. 8.9.2019 20:00
Draga úr vindgangi og ropi fyrir umhverfið Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. 8.9.2019 19:15
Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8.9.2019 13:06
Ný eigendastefna forsenda fyrir bankasölu Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. 8.9.2019 12:30
Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. 7.9.2019 19:30
WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7.9.2019 12:32
Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6.9.2019 21:18
Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6.9.2019 20:49
Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. 3.9.2019 19:00
Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3.9.2019 12:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent