Góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 13:31 Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Vísir/vilhelm Níu innanlandssmit kórónuveiru greindust hér á landi í gær og fjölgaði þeim nokkuð milli daga. Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Nú er alls 91 í einangrun með veiruna á landinu. Innanlandssmitum fjölgaði því nokkuð milli daga en í fyrradag voru þau þrjú. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir hægan stíganda á faraldrinum enn sem komið er. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að þetta sé hægt og mallandi - en það er þó góðs viti að það skuli ekki vera meira. Stóra spurningin er hvort þessar ráðstafanir sem sóttvarnayfirvöld hafa þó gripið til séu nægjanlanlega tímanlegar til þess að draga úr stórri bylgju,“ segir Már. Lykillinn að árangri í allra höndum Tíminn muni leiða það í ljós. Ef aðgerðirnar voru tímanlegar muni faraldurinn ekki fara á flug, ef ekki þá muni smituðum fjölga. „Það fer bara eftir því hvernig fólk hegðar sér. Ef það tekst að fá fólk til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og búið er að klifa á, þá held ég að það sé lykillinn að árangri.“ Hann telur ekki ástæðu til að herða almennt sóttvarnarráðstafanir í samfélaginu að svo stöddu. „Það er tiltölulega lítið smit úti í samfélaginu. Það er það sem skimanir hafa sýnt,“ segir Már. Sá sem hefur verið inniliggjandi á Landspítalanum á liðnum dögum vegna kórónuveirunnar hefur nú verið útskrifaður. Að sögn Más er þó beðið niðurstöðu varðandi mögulegt smit hjá öðrum. „Það eru tveir inniliggjandi núna, grunaðir um að vera með Covid-19. Það hefur ekki verið staðfest ennþá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Níu innanlandssmit kórónuveiru greindust hér á landi í gær og fjölgaði þeim nokkuð milli daga. Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Nú er alls 91 í einangrun með veiruna á landinu. Innanlandssmitum fjölgaði því nokkuð milli daga en í fyrradag voru þau þrjú. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir hægan stíganda á faraldrinum enn sem komið er. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að þetta sé hægt og mallandi - en það er þó góðs viti að það skuli ekki vera meira. Stóra spurningin er hvort þessar ráðstafanir sem sóttvarnayfirvöld hafa þó gripið til séu nægjanlanlega tímanlegar til þess að draga úr stórri bylgju,“ segir Már. Lykillinn að árangri í allra höndum Tíminn muni leiða það í ljós. Ef aðgerðirnar voru tímanlegar muni faraldurinn ekki fara á flug, ef ekki þá muni smituðum fjölga. „Það fer bara eftir því hvernig fólk hegðar sér. Ef það tekst að fá fólk til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og búið er að klifa á, þá held ég að það sé lykillinn að árangri.“ Hann telur ekki ástæðu til að herða almennt sóttvarnarráðstafanir í samfélaginu að svo stöddu. „Það er tiltölulega lítið smit úti í samfélaginu. Það er það sem skimanir hafa sýnt,“ segir Már. Sá sem hefur verið inniliggjandi á Landspítalanum á liðnum dögum vegna kórónuveirunnar hefur nú verið útskrifaður. Að sögn Más er þó beðið niðurstöðu varðandi mögulegt smit hjá öðrum. „Það eru tveir inniliggjandi núna, grunaðir um að vera með Covid-19. Það hefur ekki verið staðfest ennþá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira