Telur að innanlandsflug gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. 29.8.2019 19:25
Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29.8.2019 12:20
„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28.8.2019 21:30
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26.8.2019 19:15
Hugsanlegt að komið verði til móts við andstæðinga Orkupakkans Hugsanlega verður hægt að koma til móts við áhyggjur sem hafa sprottið upp vegna þriðja orkupakkans við stefnumótun í orkumálum, að sögn þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn sem krefjast atkvæðagreiðslu innan flokksins um málið hafa framlengt undirskriftasöfnun. Tilskyldu marki hefur ekki verið náð en undirskriftum verður þó líklega skilað fyrir atkvæðagreiðslu á þingi eftir viku. 26.8.2019 15:34
„Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2.8.2019 15:30
Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4.7.2019 19:58
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4.7.2019 19:11
Vill endurskoða verklag við brottvísanir Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus. 3.7.2019 12:00
Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. 2.7.2019 19:30