Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 20:00 Í yfir fjörtíu prósent nauðgunarmála sem koma á borð Stígamóta er gerandinn vinur eða kunningi botaþola. Vísir/vilhelm Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu átta hundruð áttatíu og fimm til Stígamóta í fyrra. Þeim fjölgar um ríflega eitt hundrað milli ára. Á síðustu fimm árum hefur fjölgað um 43 prósent í hópnum. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og lang flestir sem koma til okkar eru að leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem fólk var beitt í æsku. Þannig að 70 prósent af okkar fólki var beitt ofbeldi undir átján ára aldri," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Um sjötíu prósent brotaþola höfðu orðið fyrir nauðgun og í sjötíu og fimm prósent tilfella var brotið framið í heimahúsi; á sameiginlegu heimili, heimili ofbeldismanns, hjá brotaþola eða hjá öðrum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.Vísir/Egill Stærsti hópur gerenda í nauðgunarmálum eru vinir eða kunningjar. „Ef við skoðum þetta síðan í fyrra voru þetta 142 sem töldust vinir eða kunningjar sem nauðguðu. Þegar við skoðun aldurssamsetninguna á þeim er stærsti hópurinn á aldrinum 18-29 og næst stærsti á áldrinum 14-17 ára. Þannig þetta eru fyrst og fremst ungir karlar sem eru að nauðga vinkonum sínum," segir Steinunn. Hún segir unga menn úr hópnum hafa í auknum mæli leitað til Stígamóta. „Og eru að velta fyrir sér: „Nú hefur vinkona mín sagt mér að það sem gerðist í okkar samskiptum uppifði hún sem nauðgun. Hvað get ég gert til að leita mér aðstoðar, til að taka ábyrgð?" en þesi úrræði eru bara einfaldlega ekki til staðar," segir Steinunn Stígamót vísa þeim frá þar sem úrræðið er einungis fyrir brotaþola. Hún telur hins vegar að skoða ætti þörfina fyrir sérstakt úrræði fyrir gerendur. „Að ungir karlar geti leitað sér aðstoðar til að koma megi í veg fyrir frekara kynferðisofbeldi," segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu átta hundruð áttatíu og fimm til Stígamóta í fyrra. Þeim fjölgar um ríflega eitt hundrað milli ára. Á síðustu fimm árum hefur fjölgað um 43 prósent í hópnum. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og lang flestir sem koma til okkar eru að leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem fólk var beitt í æsku. Þannig að 70 prósent af okkar fólki var beitt ofbeldi undir átján ára aldri," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Um sjötíu prósent brotaþola höfðu orðið fyrir nauðgun og í sjötíu og fimm prósent tilfella var brotið framið í heimahúsi; á sameiginlegu heimili, heimili ofbeldismanns, hjá brotaþola eða hjá öðrum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.Vísir/Egill Stærsti hópur gerenda í nauðgunarmálum eru vinir eða kunningjar. „Ef við skoðum þetta síðan í fyrra voru þetta 142 sem töldust vinir eða kunningjar sem nauðguðu. Þegar við skoðun aldurssamsetninguna á þeim er stærsti hópurinn á aldrinum 18-29 og næst stærsti á áldrinum 14-17 ára. Þannig þetta eru fyrst og fremst ungir karlar sem eru að nauðga vinkonum sínum," segir Steinunn. Hún segir unga menn úr hópnum hafa í auknum mæli leitað til Stígamóta. „Og eru að velta fyrir sér: „Nú hefur vinkona mín sagt mér að það sem gerðist í okkar samskiptum uppifði hún sem nauðgun. Hvað get ég gert til að leita mér aðstoðar, til að taka ábyrgð?" en þesi úrræði eru bara einfaldlega ekki til staðar," segir Steinunn Stígamót vísa þeim frá þar sem úrræðið er einungis fyrir brotaþola. Hún telur hins vegar að skoða ætti þörfina fyrir sérstakt úrræði fyrir gerendur. „Að ungir karlar geti leitað sér aðstoðar til að koma megi í veg fyrir frekara kynferðisofbeldi," segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira