Öll áhersla lögð á að skólahald verði með hefðbundnum hætti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 19:01 Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira