Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. 16.5.2022 23:22
Allt opið í Hafnarfirði Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. 16.5.2022 20:26
Útilokar að undirgangast stefnu Samfylkingarinnar í borginni Oddviti Framsóknarflokksins segir það ekki koma til greina að taka þátt í meirihlutasamstarfi undir stefnu Samfylkingarinnar. Viðræður við flokka í dag hafi verið óformlegar og að ekki hafi verið farið út í nein málefni. 16.5.2022 18:56
Landsbankinn hækkar vexti á óverðtryggðum lánum Vextir óverðtryggðra lána og sparireikninga hjá Landsbankanum hækka um 0,7 til eitt prósentustig á morgun. Bankinn vísar til þess að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um eitt prósentustig fyrr í þessum mánuði. 16.5.2022 17:36
Vaktin: Bjóða upp verðlaunagripinn til styrktar Úkraínu Úkraínumenn eru sigurreifir eftir að framlag landsins í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór með sigur af hólmi í gærkvöldi. Volodýmýr Zelenskí, forseti Úkraínu, heitir því að keppnin verði haldin í Maríupol, sem Rússar hafa nú á sínu valdi, einn daginn. 15.5.2022 19:00
Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15.5.2022 14:49
Almyrkvi á tungli sjáanlegur á Íslandi í nótt Íslendingar geta barið almyrka á tungli augum ef veður lofar í nótt. Myrkvinn hefst um klukkan hálf þrjú í nótt og verður í hámarki um klukkustund síðar. 15.5.2022 13:44
Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15.5.2022 12:37
Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15.5.2022 11:35
Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. 15.5.2022 08:41