Vaktin: Bjóða upp verðlaunagripinn til styrktar Úkraínu Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 15. maí 2022 19:00 Meðlimir Kalush orchestra ásamt verðlaunagripnum sem þeir hyggjast bjóða upp til styrktar Úkraínu. Jens Büttner/Getty Úkraínumenn eru sigurreifir eftir að framlag landsins í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór með sigur af hólmi í gærkvöldi. Volodýmýr Zelenskí, forseti Úkraínu, heitir því að keppnin verði haldin í Maríupol, sem Rússar hafa nú á sínu valdi, einn daginn. Rússar hörfa nú frá Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, eftir að hafa látið sprengjum rigna yfir hana undanfarnar vikur. Harðir bardagar geisa enn í Donbas í austurhluta landsins. Breska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar hafi misst allt að þriðjung landshersins sem þeir sendu inn í Úkraínu í febrúar. Ríkisstjóri í Lviv-héraði segir upplýsingar um fallna og særða ekki liggja fyrir eftir að Rússar skutu eldflaug á hernaðarmannvirki þar snemma í morgun. Árásir Rússa þar hafa meðal annars beinst að járnbrautarinnviðum en Lviv er nærri pólsku landamærunum. Þar í gegn hefur stór hluti vopnasendinga frá Atlantshafsbandalaginu farið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vestrænir ráðamenn segja innrás Rússa ganga illa og Úkraínumenn segjast hafa stöðvað allar sókniri Rússa í dag. Vinsælir rússneskir bloggarar eru hneykslaðir á vangetu rússneskra herforingja eftir að Úkraínumenn svo gott sem þurrkuðu út heila herdeild í austurhluta Úkraínu fyrr í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, og hópur þingmanna flokksins heimsóttu Kænugarð óvænt í gær. Þar funduðu þeir með Volodýmýr Zelenskí forseta. Nýr forseti Ungverjalands, Katalin Novak, fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu þegar hún var sett í embætti í gær. Ríkisstjórn Ungverjalands hefur fram að þessu neitað að senda vopn til nágrannalandsins Úkraínu og er mótfallin fyrirhuguðu innflutningsbanni Evrópusambandsins á rússneska olíu. Novak er bandamaður Viktors Orban, forsætisráðherra. Hann hefur einnig fordæmt stríðið en forðast að gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta persónulega. Á bilinu 500 til 1.000 bílar fluttu óbreytta borgara frá Maríupol, sem er að mestu á valdi Rússa, til Zaporizhzhia í gær. Iryna Vereshtjúk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir viðræður standa yfir við Rússa um brottflutning um sextíu alvarlegra særðra hermanna sem hafa haldið til í stálverksmiðju í borginni.
Rússar hörfa nú frá Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, eftir að hafa látið sprengjum rigna yfir hana undanfarnar vikur. Harðir bardagar geisa enn í Donbas í austurhluta landsins. Breska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar hafi misst allt að þriðjung landshersins sem þeir sendu inn í Úkraínu í febrúar. Ríkisstjóri í Lviv-héraði segir upplýsingar um fallna og særða ekki liggja fyrir eftir að Rússar skutu eldflaug á hernaðarmannvirki þar snemma í morgun. Árásir Rússa þar hafa meðal annars beinst að járnbrautarinnviðum en Lviv er nærri pólsku landamærunum. Þar í gegn hefur stór hluti vopnasendinga frá Atlantshafsbandalaginu farið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vestrænir ráðamenn segja innrás Rússa ganga illa og Úkraínumenn segjast hafa stöðvað allar sókniri Rússa í dag. Vinsælir rússneskir bloggarar eru hneykslaðir á vangetu rússneskra herforingja eftir að Úkraínumenn svo gott sem þurrkuðu út heila herdeild í austurhluta Úkraínu fyrr í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, og hópur þingmanna flokksins heimsóttu Kænugarð óvænt í gær. Þar funduðu þeir með Volodýmýr Zelenskí forseta. Nýr forseti Ungverjalands, Katalin Novak, fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu þegar hún var sett í embætti í gær. Ríkisstjórn Ungverjalands hefur fram að þessu neitað að senda vopn til nágrannalandsins Úkraínu og er mótfallin fyrirhuguðu innflutningsbanni Evrópusambandsins á rússneska olíu. Novak er bandamaður Viktors Orban, forsætisráðherra. Hann hefur einnig fordæmt stríðið en forðast að gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta persónulega. Á bilinu 500 til 1.000 bílar fluttu óbreytta borgara frá Maríupol, sem er að mestu á valdi Rússa, til Zaporizhzhia í gær. Iryna Vereshtjúk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir viðræður standa yfir við Rússa um brottflutning um sextíu alvarlegra særðra hermanna sem hafa haldið til í stálverksmiðju í borginni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira