Grímuklæddur maður rændi verslun Maður sem rændi verslun í póstnúmeri 108 í Reykjavík í gærkvöldi komst undan á hlaupum. Hann var grímuklæddur og hrifsaði með sér fjármuni í sjóðsvél verslunarinnar. 3.12.2022 08:03
Ráðist á húsráðanda þegar hann opnaði útidyrnar Karlmaður hringdi dyrabjöllu húss í hverfi 103 í Reykjavík og réðst á húsráðanda þegar hann opnaði dyrnar skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla telur sig kunna deili á honum. 3.12.2022 07:45
Fylgdust með skýjafari á Títani með hjálp Webb Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs. 2.12.2022 22:00
Snowden sór Rússlandi hollustueið Edward Snowden, sem ljóstraði um um stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, sór Rússlandi hollustueið og fékk rússneskt vegabréf í dag, að sögn lögmanns hans. Rússar veittu Snowden hæli eftir að hann flúði Bandaríkin í kjölfar uppljóstrananna. 2.12.2022 15:09
Vilja banna kynlíf utan hjónabands og móðganir gegn stjórnvöldum Borgararéttindi í Indónesíu verða skert með frumvarpi til hegningarlaga sem þingið þar er við það að samþykkja, að mati mannréttindasamtaka. Frumvarpið legði bann við kynlífi fyrir hjónaband og að móðga forseta landsins eða stofnanir ríkisins. 2.12.2022 14:23
Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2.12.2022 11:08
Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2.12.2022 09:00
Forseti Suður-Afríku í bobba vegna spillingarásakana Kallað var eftir afsögn Cyrils Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi mögulega framið lögbrot í tengslum við fyrirtæki í eigu hans. Forsetinn hafnar ásökununum. 1.12.2022 15:33
Bensínbílar innan við fimm prósent bíla sem einstaklingar keyptu Hlutfall bensínbíla af þeim bílum sem einstaklingar hafa nýskráð er aðeins 4,66 prósent það sem af er árinu. Hreinir rafbílar eru í rúmum meirihluta og Tesla var mest selda fólksbílategundin í nóvember. 1.12.2022 13:54
Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1.12.2022 11:53