Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27.9.2022 10:47
Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess. 27.9.2022 09:25
Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. 23.9.2022 16:20
Tugir farandfólks fórust undan ströndum Sýrlands Leitarlið hefur fundið 71 lík eftir að bátur með á annað hundrað farandfólks sökk undan ströndum Sýrlands í gær. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en tuttugu manns hafa fundist á lífi til þessa og verið fluttir á sjúkrahús í Sýrlandi. 23.9.2022 14:55
SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23.9.2022 12:36
Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22.9.2022 18:01
Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19. 22.9.2022 17:30
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22.9.2022 11:51
Kaþólikkar orðnir fleiri en mótmælendur á Norður-Írlandi Fleiri Norður-Írar telja sig nú kaþólikka en mótmælendur í fyrsta skipti samkvæmt nýbirtu manntali. Tölurnar eru taldar verða vatn á myllu þeirra sem berjast fyrir sameiningu Írlands. 22.9.2022 10:35
Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22.9.2022 09:15