Snowden sór Rússlandi hollustueið Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 15:09 Snowden talar í gegnum fjarfundarbúnað á verðlaunahátíð árið 2019. Vísir/EPA Edward Snowden, sem ljóstraði um um stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, sór Rússlandi hollustueið og fékk rússneskt vegabréf í dag, að sögn lögmanns hans. Rússar veittu Snowden hæli eftir að hann flúði Bandaríkin í kjölfar uppljóstrananna. Anatolíj Kútsjerana, lögmaður Snowden, sagði ríkisfréttastofunni Interfax að rússneski ríkisborgararétturinn hefði mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn þar sem nú væri ekki lengur hægt að framselja hann til Bandaríkjanna. Snowden er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir njósnir en hann lítur sjálfur á sig sem uppljóstrara. Washington Post segir að það sé venja að nýir ríkisborgarar sverji Rússlandi hollustueið. Með eiðnum hét Snowden meðal annars að vera trúr Rússland og virða menningu þess, sögu og hefðir. Kútsjerena sagði að Lindsay Mills, eiginkona Snowden, sé með umsókn um ríkisborgararétt til meðferðar. Vladímír Pútín forseti veitti Snowden ríkisborgararétt ásamt hópi annarra útlendinga í september. Hann hefur áður sagt að það sem Snowden gerði í heimalandi sínu hafi verið rangt en að hann væri ekki svikari þar sem hann hafi ekki svikið hagsmuni landsins. Snowden tísti í september að hann og fjölskylda hans væri fegin að fá stöðugleika í líf sitt og óskaði eftir að fá frið. Þau Mills eiga tvo syni. After years of separation from our parents, my wife and I have no desire to be separated from our SONS.After two years of waiting and nearly ten years of exile, a little stability will make a difference for my family. I pray for privacy for them and for us all. https://t.co/24NUK21TAo pic.twitter.com/qLfp47uzZ4— Edward Snowden (@Snowden) September 26, 2022 Gögn sem Snowden lak til blaðamanna Washington Post og The Guardian innan úr þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) árið 2013 sýndu svart á hvítu að stofnunin hefði staðið fyrir stórfelldum njósnum um óbreytta borgara sem voru síðar úrskurðaðar ólöglegar. Snowden flúði Bandaríkin til að forðast saksókn og var veitt hæli í Rússlandi. Hann fékk varanlegt dvalarleyfi þar árið 2020. Sjálfur sagðist hann vilja hafa tvöfalt ríkisfang til þess að koma í veg fyrir að fjölskyldunni yrði stíað í sundur. Hann hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara í Rússlandi. Þrátt fyrir að hann hafi gagnrýnt mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina hefur hann ekki tjáð sig um innrás þeirra í Úkraínu. Bandaríkin Rússland Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Anatolíj Kútsjerana, lögmaður Snowden, sagði ríkisfréttastofunni Interfax að rússneski ríkisborgararétturinn hefði mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn þar sem nú væri ekki lengur hægt að framselja hann til Bandaríkjanna. Snowden er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir njósnir en hann lítur sjálfur á sig sem uppljóstrara. Washington Post segir að það sé venja að nýir ríkisborgarar sverji Rússlandi hollustueið. Með eiðnum hét Snowden meðal annars að vera trúr Rússland og virða menningu þess, sögu og hefðir. Kútsjerena sagði að Lindsay Mills, eiginkona Snowden, sé með umsókn um ríkisborgararétt til meðferðar. Vladímír Pútín forseti veitti Snowden ríkisborgararétt ásamt hópi annarra útlendinga í september. Hann hefur áður sagt að það sem Snowden gerði í heimalandi sínu hafi verið rangt en að hann væri ekki svikari þar sem hann hafi ekki svikið hagsmuni landsins. Snowden tísti í september að hann og fjölskylda hans væri fegin að fá stöðugleika í líf sitt og óskaði eftir að fá frið. Þau Mills eiga tvo syni. After years of separation from our parents, my wife and I have no desire to be separated from our SONS.After two years of waiting and nearly ten years of exile, a little stability will make a difference for my family. I pray for privacy for them and for us all. https://t.co/24NUK21TAo pic.twitter.com/qLfp47uzZ4— Edward Snowden (@Snowden) September 26, 2022 Gögn sem Snowden lak til blaðamanna Washington Post og The Guardian innan úr þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) árið 2013 sýndu svart á hvítu að stofnunin hefði staðið fyrir stórfelldum njósnum um óbreytta borgara sem voru síðar úrskurðaðar ólöglegar. Snowden flúði Bandaríkin til að forðast saksókn og var veitt hæli í Rússlandi. Hann fékk varanlegt dvalarleyfi þar árið 2020. Sjálfur sagðist hann vilja hafa tvöfalt ríkisfang til þess að koma í veg fyrir að fjölskyldunni yrði stíað í sundur. Hann hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara í Rússlandi. Þrátt fyrir að hann hafi gagnrýnt mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina hefur hann ekki tjáð sig um innrás þeirra í Úkraínu.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna