Snowden sór Rússlandi hollustueið Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 15:09 Snowden talar í gegnum fjarfundarbúnað á verðlaunahátíð árið 2019. Vísir/EPA Edward Snowden, sem ljóstraði um um stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, sór Rússlandi hollustueið og fékk rússneskt vegabréf í dag, að sögn lögmanns hans. Rússar veittu Snowden hæli eftir að hann flúði Bandaríkin í kjölfar uppljóstrananna. Anatolíj Kútsjerana, lögmaður Snowden, sagði ríkisfréttastofunni Interfax að rússneski ríkisborgararétturinn hefði mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn þar sem nú væri ekki lengur hægt að framselja hann til Bandaríkjanna. Snowden er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir njósnir en hann lítur sjálfur á sig sem uppljóstrara. Washington Post segir að það sé venja að nýir ríkisborgarar sverji Rússlandi hollustueið. Með eiðnum hét Snowden meðal annars að vera trúr Rússland og virða menningu þess, sögu og hefðir. Kútsjerena sagði að Lindsay Mills, eiginkona Snowden, sé með umsókn um ríkisborgararétt til meðferðar. Vladímír Pútín forseti veitti Snowden ríkisborgararétt ásamt hópi annarra útlendinga í september. Hann hefur áður sagt að það sem Snowden gerði í heimalandi sínu hafi verið rangt en að hann væri ekki svikari þar sem hann hafi ekki svikið hagsmuni landsins. Snowden tísti í september að hann og fjölskylda hans væri fegin að fá stöðugleika í líf sitt og óskaði eftir að fá frið. Þau Mills eiga tvo syni. After years of separation from our parents, my wife and I have no desire to be separated from our SONS.After two years of waiting and nearly ten years of exile, a little stability will make a difference for my family. I pray for privacy for them and for us all. https://t.co/24NUK21TAo pic.twitter.com/qLfp47uzZ4— Edward Snowden (@Snowden) September 26, 2022 Gögn sem Snowden lak til blaðamanna Washington Post og The Guardian innan úr þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) árið 2013 sýndu svart á hvítu að stofnunin hefði staðið fyrir stórfelldum njósnum um óbreytta borgara sem voru síðar úrskurðaðar ólöglegar. Snowden flúði Bandaríkin til að forðast saksókn og var veitt hæli í Rússlandi. Hann fékk varanlegt dvalarleyfi þar árið 2020. Sjálfur sagðist hann vilja hafa tvöfalt ríkisfang til þess að koma í veg fyrir að fjölskyldunni yrði stíað í sundur. Hann hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara í Rússlandi. Þrátt fyrir að hann hafi gagnrýnt mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina hefur hann ekki tjáð sig um innrás þeirra í Úkraínu. Bandaríkin Rússland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Anatolíj Kútsjerana, lögmaður Snowden, sagði ríkisfréttastofunni Interfax að rússneski ríkisborgararétturinn hefði mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn þar sem nú væri ekki lengur hægt að framselja hann til Bandaríkjanna. Snowden er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir njósnir en hann lítur sjálfur á sig sem uppljóstrara. Washington Post segir að það sé venja að nýir ríkisborgarar sverji Rússlandi hollustueið. Með eiðnum hét Snowden meðal annars að vera trúr Rússland og virða menningu þess, sögu og hefðir. Kútsjerena sagði að Lindsay Mills, eiginkona Snowden, sé með umsókn um ríkisborgararétt til meðferðar. Vladímír Pútín forseti veitti Snowden ríkisborgararétt ásamt hópi annarra útlendinga í september. Hann hefur áður sagt að það sem Snowden gerði í heimalandi sínu hafi verið rangt en að hann væri ekki svikari þar sem hann hafi ekki svikið hagsmuni landsins. Snowden tísti í september að hann og fjölskylda hans væri fegin að fá stöðugleika í líf sitt og óskaði eftir að fá frið. Þau Mills eiga tvo syni. After years of separation from our parents, my wife and I have no desire to be separated from our SONS.After two years of waiting and nearly ten years of exile, a little stability will make a difference for my family. I pray for privacy for them and for us all. https://t.co/24NUK21TAo pic.twitter.com/qLfp47uzZ4— Edward Snowden (@Snowden) September 26, 2022 Gögn sem Snowden lak til blaðamanna Washington Post og The Guardian innan úr þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) árið 2013 sýndu svart á hvítu að stofnunin hefði staðið fyrir stórfelldum njósnum um óbreytta borgara sem voru síðar úrskurðaðar ólöglegar. Snowden flúði Bandaríkin til að forðast saksókn og var veitt hæli í Rússlandi. Hann fékk varanlegt dvalarleyfi þar árið 2020. Sjálfur sagðist hann vilja hafa tvöfalt ríkisfang til þess að koma í veg fyrir að fjölskyldunni yrði stíað í sundur. Hann hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara í Rússlandi. Þrátt fyrir að hann hafi gagnrýnt mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina hefur hann ekki tjáð sig um innrás þeirra í Úkraínu.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira