Segir samstarfsfólk Katrínar hafa hvatt sig til að draga sig úr leik Baldur Þórhallsson segist hafa verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur. Þessi hvatning hafi komið úr herbúðum sjálfrar Katrínar. 28.5.2024 22:50
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28.5.2024 21:43
„Fyrirvarinn var í rauninni enginn“ Aron Matthíasson var á leið í vinnuferð á vegum Marels til Nýja Sjálands fyrir viku síðan þegar flugvélin sem hann var í, sem var á leið frá London til Singapúr, lenti í mikilli ókyrrð sem varð til þess að einn lést og tugir slösuðust. 28.5.2024 19:21
Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27.5.2024 23:00
Vill kvittanir frá framboði Höllu Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. 27.5.2024 22:56
Baráttan um Bessastaði gæti orðið gífurlega spennandi Forsetakosningarnar sem fara fram um helgina gætu orðið æsispennandi. Nokkur munur er á niðurstöðum skoðanakannanna, en samkvæmt nýjustu könnun Prósents eru þær Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir með lítið sem ekkert á milli sín í baráttunni um Bessastaði og Baldur Þórhallsson ekki langt undan. 27.5.2024 22:18
Bíða eftir pizzu og potti eftir milljón króna göngu Sex drengir eru í þann mund að klára 111 kílómetra göngu. Um er að ræða lokaverkefni þeirra í tíunda bekk Réttarholtsskóla, en tilgangurinn með göngunni er að styrkja börn á Gaza. Þeir hafa safnað um milljón króna til styrktar málefninu. 27.5.2024 21:25
Háspennubilun í Breiðholti Háspennubilun er í Breiholti í Reykjavík þessa stundina. Hún veldur rafmagnsleysi og þá er heitavatnslaust í hverfinu. 27.5.2024 20:51
Huldumaður bað um skóflu, límband, hanska og kúbein Gæsluvarðhald Péturs Jökuls Jónassonar hefur verið framlengt til átjánda júní næstkomandi, en hann hefur verið ákærður fyrir meintan þátt sinn í stóra kókaínmálinu. 27.5.2024 19:06