Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 15:01 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Hlíðarfjallsvegi, sem liggur á milli Akureyrar og Hlíðarfjalls. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður. Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna. Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna.
Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira