Menning

Tvíburabræður með mynd­listar­sýningu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ásvaldur og Jóhannes K. Kristjánssynir
Ásvaldur og Jóhannes K. Kristjánssynir

Tvíburabræðurnir Jóhannes K. og Ásvaldur Kristjánssynir opnuðu myndlistarsýninguna Tvísýn í Gallerí Göngum í Háteigskirkju í gær.

„Í tilefni af 60 ára afmæli okkar tvíburabræðra er loksins komið að fyrstu samsýningu okkar. Við höfum málað af og til í mörg ár og tekið þátt í ýmsum sýningum en aldrei saman,“ segir í lýsingu viðburðarins á Facebook.

„Málarastíllinn okkar er mjög svipaður. Verk eru unnin í olíu og einkennast af mikilli fínlegri úrvinnslu; sum þeirra taka langan tíma í vinnslu. Verk sem endurspegla djúpa tengingu við náttúruna og vandvirkni.“

Tökumaður okkar fór á vettvang á opnun sýningarinnar í gær. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.