Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2025 13:33 Væb bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins síðastliðið föstudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Frétt ísraelska dagblaðsins Israel Hayom hefst á eftirfarandi orðum: „Ísrael – Ísland, er stríð í uppsiglingu?“ Frétt ísrelska miðilsins fjallar um framlag Íslands í Eurovision, Róa, sem er eftir Inga Bauer, Væb-bræður og Gunnar Björn Gunnarsson, en Væbararnir flytja lagið. Áður hefur verið greint frá því að lagið þykist líkjast ísraelska slagaranum Hatunat Hashana. Lagahöfundur ísraelska lagsins, Ofir Cohen, segist ætla að senda viðvörunarbréf á næstu dögum vegna málsins, áður en hann grípi til annarra aðgerða gegn Væb-bræðrum og Rúv. „Fyrst og fremst viljum við að þeir leysi úr þessu,“ hefur Israel Hayom eftir Cohen. „Við gefum þeim tvo valmöguleika: Annars vegar komumst við að viðeigandi samkomulagi, eða þeir felli lagið úr keppni.“ Með þessu „viðeigandi samkomulagi“ á Cohen við að honum verði greiddar skaðabætur, eða hann skrifaður fyrir þeim hluta lagsins sem hann vill meina að hann hafi samið, en það mun vera viðlagið. „Ef Íslendingarnir fallast ekki á kröfur okkar munum við fara fram á að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva fjarlægi lagið úr keppninni. Það er ómögulegt að taka þátt í keppninni með lag sem er að hluta til ekki frumlegt.“ Fjallað var um meintan lagastuld í íslenskum fjölmiðlum í lok janúar. Væb-bræður sögðust þá í samtali við Vísi gáttaðir vegna málsins. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ sagði Hálfdán Helgi Matthíasson, annar Væbarinn. Cohen segir að Íslendingar geti auðveldlega nálgast popptónlist héðan og þaðan úr heiminum í gegnum forrit eins og Spotify. „Um leið og lagið varð vinsælt í Ísrael sem fólk dansar við í hverju einasta brúðkaupi birtist það á mörgum topplistum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna það.“ Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Frétt ísrelska miðilsins fjallar um framlag Íslands í Eurovision, Róa, sem er eftir Inga Bauer, Væb-bræður og Gunnar Björn Gunnarsson, en Væbararnir flytja lagið. Áður hefur verið greint frá því að lagið þykist líkjast ísraelska slagaranum Hatunat Hashana. Lagahöfundur ísraelska lagsins, Ofir Cohen, segist ætla að senda viðvörunarbréf á næstu dögum vegna málsins, áður en hann grípi til annarra aðgerða gegn Væb-bræðrum og Rúv. „Fyrst og fremst viljum við að þeir leysi úr þessu,“ hefur Israel Hayom eftir Cohen. „Við gefum þeim tvo valmöguleika: Annars vegar komumst við að viðeigandi samkomulagi, eða þeir felli lagið úr keppni.“ Með þessu „viðeigandi samkomulagi“ á Cohen við að honum verði greiddar skaðabætur, eða hann skrifaður fyrir þeim hluta lagsins sem hann vill meina að hann hafi samið, en það mun vera viðlagið. „Ef Íslendingarnir fallast ekki á kröfur okkar munum við fara fram á að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva fjarlægi lagið úr keppninni. Það er ómögulegt að taka þátt í keppninni með lag sem er að hluta til ekki frumlegt.“ Fjallað var um meintan lagastuld í íslenskum fjölmiðlum í lok janúar. Væb-bræður sögðust þá í samtali við Vísi gáttaðir vegna málsins. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ sagði Hálfdán Helgi Matthíasson, annar Væbarinn. Cohen segir að Íslendingar geti auðveldlega nálgast popptónlist héðan og þaðan úr heiminum í gegnum forrit eins og Spotify. „Um leið og lagið varð vinsælt í Ísrael sem fólk dansar við í hverju einasta brúðkaupi birtist það á mörgum topplistum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna það.“
Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira