Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. febrúar 2025 13:52 Jakob Reynir Jakobsson vill fá að bæta við nafninu Aftur. Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi. Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna. Mannanöfn Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna.
Mannanöfn Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira