Í tilkynningunni er bent á að Vinnslustöðin, sem og Huginn, hafi fengið 546 tonna kvóta af þeim 4435 tonnum sem ráðherra gaf leyfið fyrir.
„Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er hann kærkominn þar sem ekki var gefinn út neinn loðnukvóti í fyrra.“
Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Halldór B. Halldórsson tók við Jón Atla Gunnarsson skipstjóra ferðarinnar fyrir Vinnslustöðina.