Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23.10.2023 17:18
Stóru viðskiptabankarnir þrír lokaðir á morgun Landsbankinn og Íslandsbanki munu loka útibúum sínum um allt land vegna kvennaverkfallsins á morgun. Fyrr í dag var greint frá því að Arion banki myndi loka af sömu ástæðu. Þar af leiðandi verða útibú stóru viðskiptabankanna þriggja lokuð. 23.10.2023 16:35
Óttar hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás á dögunum. 23.10.2023 15:35
Talinn hafa stefnt fólki í lífshættu með því að aka vísvitandi á annan bíl Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli manns sem er grunaður um að keyra bíl sínum vísvitandi á annan bíl og lagt líf fólks sem var í þeim bíl í hættu. 23.10.2023 14:11
Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23.10.2023 11:49
Arion banki lokar útibúum á morgun Útibú Arion banka verða lokuð á morgun, þriðjudag, vegna kvennaverkfalls. 23.10.2023 11:07
Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað. 20.10.2023 16:44
Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20.10.2023 14:13
Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20.10.2023 11:47
Forsætisráðherra Ítalíu skilinn í kjölfar umdeildra ummæla eiginmannsins Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, er skilin við eiginmann sinn til tíu ára, Andrea Giambruno. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum í dag. 20.10.2023 11:05