Nýtt gosop að myndast: Hraunið gæti mögulega runnið niður í Geldingadali Svo virðist sem nýtt gosop sé að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfjalli en það sést vel á vefmyndavélum. Of snemmt er að segja til um hvort um er að ræða nýjan gíg. 9.8.2021 12:21
Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9.8.2021 11:06
Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9.8.2021 08:51
Yfirmaður hjá Alibaba sakaður um að nauðga starfsmanni Forsvarsmenn kínverska netsölurisans Alibaba hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast vinna með lögreglu að rannsókn meintrar nauðgunar eins af yfirmönnum fyrirtækisins. 9.8.2021 07:12
Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. 9.8.2021 06:49
Þrettán og fjórtán ára fluttir á bráðamóttöku eftir árekstur Tveir unglingar, 13 og 14 ára, voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítala um kl. 2 í nótt eftir árekstur bifreiðar og vespu í Mosfellsbæ. Unglingarnir óku vespunni en ekki er vitað um meiðsl þeirra. 9.8.2021 06:13
Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. 6.8.2021 16:46
Lentu í Keflavík með veikan farþega Vél á leið frá New York í Bandaríkjunum til Mumbai á Indlandi var snúið við þegar hún var á leið sinni yfir Ísland og lenti á Keflavíkurflugvelli rétt upp úr klukkan 5 í morgun. 6.8.2021 09:48
Þrír starfsmenn CNN reknir fyrir að mæta óbólusettir til vinnu Þremur starfsmönnum CNN hefur verið sagt upp eftir að hafa mætt óbólusettir í vinnuna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekkert umburðarlyndi verða viðhaft hvað varðar endurkomu starfsmanna til starfa án bólusetningar. 6.8.2021 09:10
Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. 6.8.2021 08:22