Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6.8.2021 07:24
Enn eitt dæmið um almannatengla sem misskilja hlutverk sitt „Það virðist vera að yfirmenn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlutverki sínu og stöðu gagnvart fjölmiðlum og mikilvægi þeirra varðandi veitingu upplýsinga heldur en samskiptastjóri spítalans sjálfur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tölvupóst sem samskiptastjóri Landspítala sendi á yfirmenn í gær. 6.8.2021 06:53
Fasteignamat hótels í Borgarnesi lækkað til muna Þjóðskrá hefur lækkað fasteignamat B59 hótels í Borgarnesi og tengdra bygginga úr 876 milljónum króna í 587 milljónir króna. Um er að ræða þriðjungslækkun en eigandi hótelsins kærði fyrra matið eftir að Þjóðskrá neitaði að lækka það. 6.8.2021 06:35
Reyndi að stela kjöti fyrir 85 þúsund krónur Lögregla var kölluð á vettvang í gær þegar maður varð uppvís að því að stela kjöti að verðmæti um það bil 85 þúsund króna úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. 6.8.2021 06:16
Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5.8.2021 14:04
„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5.8.2021 11:51
Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5.8.2021 11:15
151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5.8.2021 10:48
Bein útsending: Hvað er „terf-ismi“ og hvernig má sporna við honum? Enska skammstöfunin TERF stendur fyrir „trans-exclusionary radical feminist“, eða „trans-útilokandi öfgafullur femínisti“. Hugtakið er nokkuð umdeilt en hefur með tímanum verið útvíkkað til að ná almennt til áróðurs gegn transfólki. 5.8.2021 10:46
Gates harmar samskiptin við Epstein Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, harmar að hafa átt samskipti við fjársýslumanninum Jeffrey Epstein. Sagðist hann einungis hafa gert það í von um að Epstein notaði tengsl sín til að afla fjármuna til mannúðarmála. 5.8.2021 08:39