„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2021 11:51 Fundurinn varð mjög þungur þegar leið á seinni hlutann og ljóst að sérfræðingarnir hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira