Hann segir hlutfall alvarlega veika minna en áður en það sé takmörkuðu huggun þegar um sé að ræða heilsu fólks.
Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir örvunarbólusetningar kennara og skólastarfsmanna „á fullu“ og verið sé að undirbúa bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára.
Meðal annars sé unnið að því að finna hentugt húsnæði fyrir þær bólusetningar en þær hefjist af fullum krafti þegar örvunarbólusetningum Janssen-þega sé lokið.
Að sögn Kamillu er mikilvægt að þeir sem séu núna að greinast með Covid-19 eða greindust fyrr í sumar fari ekki í örvunarbólusetningu fyrr en þremur mánuðum eftir veikindin.
Þá segir hún að þeir sem hafi fengið Covid-19 eftir að hafa verið bólusettir fái ekki örvunarskammt á næstunni, þar sem smit sé jafngildi örvunarskammts.
Segir hún embættið hafa fengið kvartanir vegna skorts á upplýsingum fyrir þá sem hafa bæði fengið Covid-19 og bólusetningu og að til standi að kippa því í liðinn um leið og færi gefst.