Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 08:22 Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti ákvörðunar Apple. Getty/NurPhoto/Jaap Arriens Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira