Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 16:46 Það eiga allir að geta notið unaðslegra stunda með sjálfum sér og öðrum. Getty Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“ Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira